|
Jólasveinarnir
Hvaða skilaboð hefur jólasveinnin til þín? Smelltu hér og þú kemst að því! Kannt þú röðina á jólasveinunum?Hér er röðin á þeim og aðfaranótt hvaða dags hver og einn kemur: Aðfaranótt... Ef þú átt ervitt með að læra röðina er hér vísa sem gæti hjálpað þér að muna hana. Jólasveinarnir fara svo aftur til fjalla í sömu röð og þeir komu og fer sá síðasti á þrettándanum. Í gamla daga voru jólasveinarnir ekki þessi gæðablóð sem við þekkjum í dag, heldur bæði hrekkjóttir og þjófóttir, eins og nöfn þeirra bera með sér. Eins og alkunna er eru íslensku jólasveinarnir af kyni trölla, synir Grýlu og Leppalúða, og báru þeir í fyrndinni marga af ókostum foreldranna. Vitað er um 77 mismunandi nöfn á jólasveinum. Almennt er talað um að jólasveinarnir séu 13 eins og áður hefur komið fram. Þeir voru frekar óyndislegir lengi framan af og börn almennt hrædd við þá. Þeir voru alls óskyldir Nú til dags fara þessir sveinar ekki lengur rænandi um byggðir landsins heldur færa góðum börnum gjafir í skóinn en þeim óþægu kartöflur. Seint á 19. öld tekur eðli jólasveina og útlit að blandast dönskum jólanissum annarsvegar en evrópskum og amerískum jólakarli hinsvegar. Um 1930 fara jólasveinarnir að koma fram í rauðu klæðunum sem við nú þekkjum og er alþjóðlegur, og á svipuðum tíma fóru þeir að finna til gjafmildinnar og um miðja síðustu öld fóru þeir að gefa börnum í skóinn að norðurevrópskum sið. Þrátt fyrir að jólasveinarnir séu núorðið vanir að sýna sig aðeins í nýju rauðu fötunum sínum hafa þeir frá árinu 1988 heimsótt Þjóðmynjasafn Íslands í gömlu klæðunum síðustu 13 dagana fyrir jól. Hér eru nokkur nöfn jólasveina og meyja sem ég hef rekist á hér og þar: Baggalútur, Baggi, Bandaleysir, Bitahængir, Bjálfansbarnið, Bjálfinn, Bjálminn sjálfur, Drumbur fyrir alla, Dúðadurtur, Efridrumbur, Faldafeykir, Flautaþyrill, Flotnös, Flotgleypir, Flórsleikir, Froðusleikir, Gangagægir, Guttormur, Hlöðustrangi, Hrútur eða Hnútur, Kattarvali, Kleinusníkir, Klettaskora, Lampaskuggi, Litlipungur, Lummusníkir,Lungnaslettir, Lútur, Lækjarrægir, Moðbingur, Móamangi, Pönnuskuggi, Rauður, Redda, Reykjasvelgur, Skefill, Sledda, Smjörhákur, Steingrímur, Syrjusleikir, Svartiljótur, Svellabrjótur, Tífall, Tífill, Tígull, Tútur og Þambarskelfir, Þorlákur, Örvadrumbur. Jólasveinninn (ameríska útgáfann) varð fyrst frægur um 1823 þegar rithöfundurnn Clement Clarke Moore samdi ljóðið "Aðfaranótt Jóla" "The Night Before Christmas" þar sem segir frá heimsókn jólasveinsins á aðfaranótt jóla. Þá fengu milljónir barna lýsingu á jólasveininum og hinum átta fljúgandi hreindýrum hanns. Við þetta breyttist jólasveinninn. Áður hafði ameríski rithöfundurinn Washington Irving gert sögu um jólasveininn (Santa Claus) þar sem hann hafði tengt hann við heilagann Nikulás sem kom á aðfangadag og færði börnum gjafir. Elsta jólasveinsmynd sem fundist hefur í íslensku riti er á forsíðu jólablaðs Æskunnar árið 1901. Þar eru greinilega litlu dönsku jólanissarnir á ferð. Árið 1906 er mynd í jólablaði Unga Íslands af síðskeggjuðum öldungi í skósíðum kufli með jólatré um öxl og gjafapoka á baki. Þetta er greinilega miðevrópski jólasveinninn. Upp úr síðustu aldamótum taka jólasveinar á Íslandi smám saman að fá æ meiri svip af þessum útlendu körlum bæði hvað snertir útlit, klæðaburð og innræti. Ímynd góða jólasveinsins með gjafirnar náði fljótt nokkurri fótfestu. Jólasveinnin á nokkrum tungumálum:Enska/English - Father Christmas Ameríka - Kris Kringle eða Santa Claus Hollenska/Dutch - Sinterklaas Ítalska/Italy - Babbo Natale Þýska/Germany - ST. Nicholas Rússland - Afi Frost Söngvar um Jólasveinana
Ef hér er einhvað sem ekki má vera hér vinsamlegast látið mig vita svo ég geti lagað það.
Tenglar í efni um Jólasveina: Jólasveinavefurinn 2000 Gleðileg jól Jólasveinar Halldórs Péturssonar Jólasveinarnir/Heimasíða Systu, sköpuð 23 nóvember 2000; síðast breytt 11 október 2005; http://www.islandia.is/systah/jólasveinarnir.htm |