Jólasíða

Aðvenntan

Jólaandinn

Jólablóm

Jóladagarnir

Jóladagatalið

Jólaeftirvæntingin

Jólaföndur

Jólagjafir

Jólagrín

Jólahefðir

Jólakerti

Jólakveðjur

Jólakötturinn og Grýla

Jólaljós

Jólamatur

Jólanetkrækjur

Jólasagan

Jólaskraut

Jólasveinarnir

Jólasöngvar

Jólatréð

Jólaundirbúningur

Jólaupphafið og trúin

Efnisyfirlit

Gestabókin

 

Jólakveðjur

Fyrsta jóla og nýárskortið í heiminum var gefið út í Englandi árið 1843, þrem árum eftir að frímerkið var fundið upp. Fyrstu jólakortin komu á markaðinn á Íslandi í kringum 1890 og voru þau Dönsk eða Þýsk, en fyrstu Íslensku jóla- og nýárskortin voru gefin út nokkru eftir aldamótin.

Elsta íslenska  jólakveðja, sem fundist hefur, er í bréfi frá Brynjólfi Sveinssyni Skálholtsbiskupi 7. Janúar 1667 , en hann endar það á þessa leið: “Með ósk  gleðilegra jóla, farsællegs nýja árs, og allra góðra heillastunda í Vors Herra nafni Amen.”

Skömmu eftir stofnun útvarpsins 1930 eða fyrir jólin 1932 var farið að lesa jólakveðjur í Íslenska Ríkisútvarpinu. Þann sið hafði Danska útvarpið tekið upp fimm árum fyrr. Jólakveðjur íslenska útvarpsins fóru hinsvegar framm úr öllu því sem þekktist í nágrannalöndunum og stendur enn föstum fótum í jólasiðum okkar Íslendinga.

 

Tenglar í jólatexta um jólakveðjur:

Hvít jól
Við óskum þér góðra jóla

Jólakveðja til vina og ættingja 2002

Fyrsta jólakortið varð til fyrir algera slysni. Í desember árið 1843 áttaði Henry Cole, mikilsmetinn Lundúnabúi, sig á að hann hafði gleymt að skrifa bréf með jólakveðjum til vina og ættingja. Honum hraus hugur við því að þurfa að skrifa öll þessi bréf á svona stuttum tíma og þess vegna bað hann vin sinn, listamanninn John Callot Horsley, að hanna fyrir sig kort með staðlaðri kveðju. Innan fárra daga var fyrsta jólakort sögunnar tilbúið. Það var afar látlaust í útliti, með mynd af fólki við gleðskap og alveg án trúarlegs ívafs. Kveðjan var einföld "Gleðileg jól og gæfuríkt nýtt ár". Horsley var einn af uppáhalds listamönnum Viktoríu drottningar og varð hún yfir sig hrifin af kortinu. Að hennar áeggjan lagði hann fyrir sig að gera fleiri kort og keypti drottningin hundruð þeirra til að senda fjölskyldu sinni og vinum.

Þegar um 1850 voru margir listamenn sem unnu við að teikna jólakort en það var ekki fyrr en eftir 1860 að farið var að fjöldaframleiða þau og jólakortaiðnaðurinn blómstraði. Vinsælasti jólakortaframleiðandinn í Bretlandi var án vafa Raphael Tuck í London sem borgaði vel fyrir fallega hönnuð jólakort. Frægasti viðskiptavinur hans var frú Grover Cleveland, eiginkona bandaríska forsetans, sem lét hafa eftir sér: "Þúsundir Bandaríkjamanna verða stoltir viðtakendur þessa fallegu korta frá forsetanum og konu hans".

Fyrstu bandarísku kortin voru gefin út af R.H.Pease í New York, en þrátt fyrir það er það útgefandinn Louis Prang frá Boston sem fær þann heiður að vera kallaður "faðir bandaríska jólakortsins". Louis Prang var innflytjandi frá Þýskalandi 1850 og var frumkvöðull jólakortasamkeppna þar sem vegleg verðlaun voru í boði, allt að $1000, sem var afar rausnarlegt á þeim tíma. Sýnir það líka hve arðsöm þessi iðngrein hefur verið. Úrvalið var einhæft í byrjun, og á meðan siðurinn var að þróast var myndvalið algerlega háð tískusveiflum. Í dagblöðum í New York var sérstakur dálkur með gagnrýni um nýjustu jólakortin. Þau kort sem þar fengu lofsamlega dóma voru jafnan söluhæst það árið. Myndefnið var vetrarmyndir, mistilteinn og kristsþyrnir.

Eftir 1850 fer Heilagur Nikulás að vera áberandi myndefni en jólatrén ruddu sér ekki rúms inn á jólakortin fyrr en á síðustu árum síðustu aldarinnar og blómið sem allir kannast við sem jólastjörnu kemur ekki til sögunnar á kortunum fyrr en á fyrstu árum 20. aldarinnar.

Heimild: Jólavefur Júlla

Tenglar:

Jólakveðjur

Sendu vefkort

Hannaðu eigin jólakort

Jólakort ABC

Jólasíða Systu