Jólasíða

Aðvenntan

Jólaandinn

Jólablóm

Jóladagarnir

Jóladagatalið

Jólaeftirvæntingin

Jólaföndur

Jólagjafir

Jólagrín

Jólahefðir

Jólakerti

Jólakveðjur

Jólakötturinn og Grýla

Jólaljós

Jólamatur

Jólanetkrækjur

Jólasagan

Jólaskraut

Jólasveinarnir

Jólasöngvar

Jólatréð

Jólaundirbúningur

Jólaupphafið og trúin

Efnisyfirlit

Gestabókin

 

Jólakerti

Snemma á 19 öld var það orðinn almennur siður að gefa hverju barni kerti á jólunum og jafnvel öllu heimilisfólkinu. Og þekktist það sumstaðar að eftir jólamessu væru kertastubbunum úr kirkjunni deilt milli barnanna.

Um það bil á 15. öld var farið að gera kerti úr tólg, en fyrir þann tíma höfðu þau verið gerð úr býflugnavaxi, sem bæði var dýrt og þurfti að flytja inn. Tólgarkertin var auðvelt að gera á Íslenskum heimilum og var þá tólgin brædd og hellt í djúpt ílát með heitu vatni í botninum. Ofan í þetta var svo kveiknum dýft en hann var oft gerður úr gömlum léreftsflíkum sem rifnar höfðu verið í ræmur, en kveikurinn var einnig oft gerður úr hrosshári, snúinni ull eða fífu, þó þekktist það einnig að kveikurinn hafi verið úr innfluttu ljósagarni. Kveikir á kertum voru kallaðir rök. Rökin voru fest á lítið prik sem var kallað kertará. Síðan var þeim dýft ofan í tólgina og tólgarlagið látið storkna. Þegar það hafði storknað var þeim dýft aftur í tólgina og þannig haldið áfram þangað til kertin voru orðin mátulega digur.

Til var það að kerti voru einnig steypt í kertaformi, en það var hólkur úr málmi. Kerti sem voru þannig voru gerð þóttu fínni enda höfðu þau sléttara yfirborð. Fyrir jólin voru auk einfaldra kerta steypt svonefnd kóngakerti. Þau greindust í þrennt að ofan og voru tákn vitringanna þriggja frá austurlöndum. Kóngakerti voru búin til með því að binda þrjú rök neðan í spýtu og hnýta endarökin á mitt miðjurakið.

Enn þann dag í dag eru kerti ríkur þáttur í jólahaldi okkar, þrátt fyrir að rafmagnið hafi leyst þörfina fyrir kerti af hólmi, kveikja flesir á kertum á heimilum sínum um jólin. 

 

Ekki gleyma að ganga vel úr skugga um að dautt sé á kertum áður en þau eru yfirgefin eða farið er að sofa.

Söngvar:

Við kveikjum einu kerti á

Sjá líka kafla um aðventukransa í síðunum aðventan og jólaljósin.

Jólasíða Systu, 22 nóvember 2001,

Andi liðina jóla    Jólagjafir    Æskujólin    Jólamatur    Jóladagarnir    Jólahefðir