Jólasíða

Aðvenntan

Jólaandinn

Jólablóm

Jóladagarnir

Jóladagatalið

Jólaeftirvæntingin

Jólaföndur

Jólagjafir

Jólagrín

Jólahefðir

Jólakerti

Jólakveðjur

Jólakötturinn og Grýla

Jólaljós

Jólamatur

Jólanetkrækjur

Jólasagan

Jólaskraut

Jólasveinarnir

Jólasöngvar

Jólatréð

Jólaundirbúningur

Jólaupphafið og trúin

Efnisyfirlit

Gestabókin

 

Jólakötturinn og Grýla

Eignmaður Grýlu er Leppalúði og eru synir þeirra jólasveinarnir, ásamt fleirum, í ljóðinu Grýla kallar á börnin sín eru börn hennar talin; Leppur, Skreppur, Lápur, Skrápur, Langleggur, Skjóða, Völustakkur og Bóla, í þeirri útgáfu af ljóðinu sem kunnari er. Skreppur,  Leppur, Þröstur, Þrándur, Böðvar, Brynki, Bolli, Hnúta, Koppur, Kyppa, Strokkur, Strympa, Dallur, Dáni, Sleggja, Sláni, Djangi, Skotta. Sighvatur og Syrpa, voru talin börn Grýlu í annari gamalli þulu um börn hennar.

Grýla hefur ekki verið vinsæll gestur meðal íslenskra barna eins og auðvelt er að skilja ef lesinn er texti ljóðsins "Grýlukvæði" eftir Jóhannes úr Kötlum.   

Grýla og Leppalúði eru gamlar þjóðsagnapersónur en mikil þjóðtrú tengist jólunum á Íslandi. Grýla kom fram á sjónarsviðið á 13.öld þó hún tæki ekki upp á því að éta börn fyrr en á 17-18 öld. Hún var hrikaleg í útliti af einhverskonar tröllakyni. Hún birtist í kringum jólin og át óþekk börn með bestu lyst, þó er ekki er vitað hvað hún hafði sér til lífsviðurværis á öðrum árstímum. Grýla gat hins vegar ekkert gert við börnin ef voru þau góð og þæg. Reyndar eru ekki til (svo ég viti) sögur þar sem Grýla raunverulega náði einhverjum börnum, heldur voru þau þæg og góð (enda var Grýla öldum saman góð aðferð til að fá börnin til að haga sér vel) eða þeim tókst einhvernvegin að sleppa frá Grýlu.  Jólasveinarnir synir hennar komu til skjalanna á 17 öld og voru þá mjög vondir, algengustu nöfn þeirra nú til dags eru: Askasleikir, Bjúgnakrækir, Gáttaþefur, Giljagaur, Gluggagægir, Hurðaskellir, Kertasníkir, Ketkrókur, Pottasleikir, Skyrgámur, Stekkjastaur, Stúfur, Þvörusleikir. 

Sumar sagnir telja að Grýla hafi átt annan eiginmann á undan Leppalúða og hét sá Boli.

Jólakötturinn bjó hjá Grýlu og Leppalúða og hafði þann leiða vana að éta þá sem ekki fengu ný föt fyrir jólin. Hann er hinnsvegar yngstur þessa hóps enda kom hann ekki til skjalana fyrr en á 19 öld.

Jólakötturinn er fyrirbæri sem lítið annað er vitað um. Hann er á kreiki í kringum jólin og tekur alla þá sem ekki eiga nýja flík að fara í á aðfangadagskvöld. Sumar sögur segja reyndar að hann taki matinn þeirra sem ekki eiga nýja flík.

Þessi siður er enn við lýði þó engin trúi lengur á jólaköttinn, er vani að allir fái einhverja nýja flík fyrir jólin, þó ekki sé annað en sokkar eða nærföt.

Jólakötturinn á sér ættingja í nautslíki við Eystrasalt og annan af geitarkyni í Noregi.“

SÖNGVAR UM GRÝLU

Grýlukvæði

Ó Grýla

Grýla kallar á börnin sín

Tenglar:

Um Grýlu og jólaköttinn

Grýla reið fyrir ofan garð

Grýla reið með garði

Grýlukvæði séra Guðmundar Erlendssonar

Hér er komin Grýla

Grýlukvæði eftir Eggert Ólafsson

Gömul þula um Grýlubörn

Jólasíða Systu 19 september 2001, síðast breytt 22 nóvember 2001.

Andi liðinna Jóla