|
JólagjafirJólagjafir tíđkuđust ekki hér á landi fyrr en seint á 19. öld, sumargjafirnar voru miklu útbreiddari. Ţó fengu vinnumenn og heimilisfólk einhverja flík fyrir jólin sem launauppbót. Ţađan kemur sagan um jólaköttin, ţeir sem ekki fengu neina flík fóru í jólaköttinn. Nútíma jólagjafir eru ekki nema rúmlega hundrađ ára gamall siđur međal almennings á Íslandi ţó ţekktust gjafir á jólum frá fornu fari hjá kóngafólki og öđrum höfđingjum erlendis og hérlendis eins og sjá má í Egils sögu og fleiri fornritum. Snemma á 19. öld var sá siđur orđinn almennur ađ gefa hverju barni kerti á jólunum og jafnvel öllu heimilisfólkinu. Íslendingar hafa jafnan afhent jólagjafir sínar á ađfangadagskvöld rétt eins og menn fengu áđur jólaskó og kerti á ţví sama kvöldi. Önnur tegund jólagjafa var á ţá lund ađ hinir betur stćđu sendu snauđum nágrönnum einvherja matarögn fyrir jólin. Ţessi siđur mun eiga sér ćvafornar rćtur sem kirkjan hélt áfram ađ rćkta.
Jólasíđa Systu 21 október 2001 Síđast uppfćrđ 11 október 2005 |