Hurðaskellir
Sjöundi var Hurðaskellir,
-sá var nokkuð klúr,
ef fólkið vildi í rökkrinu
fá sér vænan dúr.
Hann var ekki sérlega
hnugginn yfir því,
þó harkalega marraði
hjörunum í.
(Jólasveinavísa / Jóhannes úr Kötlum)
Stekkjastaur - Giljagaur - Stúfur - Þvörusleikir - Pottaskefill - Askasleikir - Hurðaskellir - Skyrgámur - Bjúgnakrækir - Gluggagægir - Gáttaþefur - Ketkrókur - Kertasníkir