Jólasíða

Aðvenntan

Jólaandinn

Jólablóm

Jóladagarnir

Jóladagatalið

Jólaeftirvæntingin

Jólaföndur

Jólagjafir

Jólagrín

Jólahefðir

Jólakerti

Jólakveðjur

Jólakötturinn og Grýla

Jólaljós

Jólamatur

Jólanetkrækjur

Jólasagan

Jólaskraut

Jólasveinarnir

Jólasöngvar

Jólatréð

Jólaundirbúningur

Jólaupphafið og trúin

Efnisyfirlit

Gestabókin

 

Jólaundirbúningurinn

Minn uppáhalds tími ársins eru jólin og jólafastan. Á þessum tíma er einhver sérstök gleði í loftinu. Við eyðum löngum tíma að undirbúa þennan gleði atburð sem jólin eru, og jólunum tekst að fá það besta út úr okkur öllum. Allir eru tilbúnir til að hjálpa hver öðrum og við brosum og óskum gleðilegra jóla fólki sem við ekkert þekkkjum og röltum oft raulandi um göturnar.  

 

Þessi síða er tileinkuð öllum þeim sem njóta jólanna líkt og ég. Bæði börnunum sem varla geta beðið, og okkur hinum, sem verðum oft eins og börn þegar jólin eru annarsvegar. Ég vona að þið finnið anda jólanna og njótið jólanna.

Hvað er það sem við gerum til undirbúnings jólanna?

Það gæti verið einhvað af eftirfarandi:

Bakað jólasmákökurnar ákveðið hvað skal hafa í matinn.

Lesið jólaguðspjallið.

Rifjað upp jólalögin.

Föndrað.

Gengið frá jólakveðjumun.

Keypt jólatréð og rifjað upp hvernig best er að meðhöndla það.

Keypt jólablómin.

Lesið jólaþjóðsögur fyrir börnin.

eða sagt þeim hvernig jólin okkar voru þegar við vorum börn.

Yfirfarið jólaskrautið og kannað öryggisatriði.

Undirbúningur jólanna

Aðalatriði: Taktu því rólega. Ekki ofgera þér. Markmiðið er að njóta jólanna.

Það er stundum sniðugt að gera lista yfir það sem þú ætlar að gera fyrir jólin.

1.    Gerðu lista yfir þá sem þú ætlar að gefa jólagjafir. Ef margir eru á listanum er sniðugt að skipta honum niður í kafla t.d. stórar gjafir og litlar gjafir. Ef fjármálin eru ekki í of góðu standi getur verið gott að gera áætlun um verð og byrja svo snemma að kaupa inn. Almennt ætlast fólk ekki til þess að fá dýrar gjafir, heldur vill það bara að einhver muni eftir sér.

2.    Hversu mikla peninga hefur þú til ráðsstöfunar. Þetta er atriði sem ætti að athuga fyrst af öllu öðru. Reyna að gera meira fyrir minna. Virkjaðu hugmyndaflugið og niðurstaðan gæti verið talsvert góð, sniðugri gjafir, minni fjárútlát, hugsaðu þér bara ánægju þína í janúar ef þú reynir og tekst vel til.

3.    Ef þú ætlar að baka fyrir jólin, veldu þá þínar uppáhalds tegundir. Það er engin þörf á að baka heilu fjöllin nema að sjálfsögðu þig langi til þess. Og ef þú ætlar ekki að baka, gerðu þá lista yfir þær kökur sem þig langar til að kaupa.

4.    Skoðaðu jólaskrautið frá því í fyrra, ef þú manst ekki hvað þú átt til, svo að þú getir ákveðið hvort þú þarft að bæta við eða hvort einhverju þurfi að skipta út. Það er líka tilvalið að fá börnin (eða barnabörnin, systkinabörnin) til að búa til skraut. Svo er þetta árvissa að skipta um perur í seríunum, gott er að vera búin að fara yfir þær nokkru áður en þú ætlar að hengja þær upp, svo þú hafir tíma til að verða þér úti um auka perur eða fá nýjar seríur ef þær eldri eru einhvað slappar. Mundu að það er mun betra að kaupa nýjar seríur heldur en að gera við lélegar og hætta á íkveikju út frá þeim.

5.    Ætlar þú að hafa jólaboð. Ákveddu snemma þau boð sem þú ætlar að halda, bæði svo þú getir keypt inn í þau jafnóðum, eins og tildæmis ef þú rekst á tilboð, en einnig svo þú getir boðið gestunum svo að þeir verði ekki búnir að ákveða annað. Gættu þín bara að ætla þér ekki of mikið.

6.    Hversu hreint vilt þú hafa húsið? Vertu nú góð/ur við sjálfa/nn þig, það þarf ekki allt að vera eins og það sé glænýtt og ónotað. Í mörgum til fellum er líka hægt að ráða einhvern til að gera erfiðustu verkin, eins og t.d. að mála og hreinsa teppin. Önnur góð og ódýrari lausn er að fá 2-3 vini með sér og koma saman og þrífa í sameiningu, þannig fá allir hrein hús og meiri ánægju út úr þrifunum.

7.    Ef þú ætlar að ferðast einhvað um eða fyrir jólin, mundu þá að pannta allt tímanlega.

Þetta er bara byrjunin, margir hafa mikið fleiri hluti til að hugsa um, ef þú ert einn af þeim skrifaðu þá niður hjá þér og athugaðu hvort ekki er hægt að auðvelda þá.

Sennilega eru 90% þeirra sem undirbúa jólin konur. Fáðu mannin til að hjálpa og börnin, oftast eru þau ánægð að fá að hjálpa til en vita bara ekki hvað þú vilt að þau geri. Og ef þú ert ekki kona en ert duglegur að hjálpa til fyrir jólin, þá segi ég bara þetta; Gott hjá þér!

Ef þessi árstími er þér erfiður vegna ástvinamissis, gæti verið auðveldara að breyta hinum hefðbundna undirbúningi og þínum hefðbundnu jólum lítillega, þannig er möguleiki á að gera jólin skemmtileg aftur. Fyrir alla muni ekki reyna að gera það sem aðrir ætlast til af þér, eða það sem þú heldur að ætlast sé til af þér, ef þú hefur ekki ánægju af því sjálf/ur. Að gróa "sára sinna" tekur tíma og stundum er best að breyta til.

Gangi ykkur nú vel að undirbúa jólin og munið að gera það á eins auðveldan hátt og hægt er!

Sparaðu tíma, fyrihöfn og fjármuni!

1. Ákveddu þig fyrirfram. Gerðu lista og farðu yfir hann tvisvar, það mun spara tíma og penigna og kemur í veg fyrir "á síðustu mínútu" verslun.

2. Samræmdu verslunarferðirnar. Það að eiða færri tímum í að keyra á milli verslunarmiðstöðva (og reyna að fá bílastæði) þíðir minni bensín og tíma eyðslu og minna stress.

3. Gefðu þér nokkrar mínútur og afþakkaðu nokkra pöntunarlista, sem þú notar aldrei en eyðir alltaf talsverðum tíma í að fletta. Það mun síðan líka skila sér í minna rusli.

4. Hvernig væri að stofna nokkra sparnaðar reikninga og nota í jólagjafir fyrir krakkana (sérstaklega ef þú átt barnabörn). Það er ánægjulegt að fylgjast með hve reikningarnir vaxa og það er börnunum gott að læra um verðgildi peninganna, svo er í flestum tilfellum auðveldara að leggja lægri upphæð á sparnaðarreikning heldur en kaupa einhvað dót sem möguleiki er á að verði leikið sér að.

5. Gerðu þinn eigin jólapapír og pakkaskraut úr því sem þú átt hvort sem er til á heimilinu: teiknimyndasíður dagblaðanna sem gjafapapír fyrir börn, íþrótta síðurnar fyrir sport áhugamannin og s.frv. þetta má líka nota í slaufur og borða.

6. Haltu þessu einföldu - minna getur verið meira. Hugsaðu vandlega hvernig gjafir vinir og ættingjar raunverulega vilja og vantar. Ein þörf gjöf er mun betri en sex pakkar af einhverju ónytsamlegu sem enginn í raun vill.

Jólasagan    Jólatextar    Jólasveinarnir   Jólaföndur    Jólatréð    Jólamatur

Jólasíða Systu 14 október 2001