Jólasveinar ganga um gólf 

(Friðrik Bjarnason/þjóðvísa)

 

Jólasveinar ganga um gólf með gildan staf í hendi,

móðir þeirra sópar gólf og flengir þá með vendi.

:/: Upp á stól stendur mín kanna,

níu nóttum fyrir jól þá kem ég til manna:/:

 

Jólatextar  /   Jólasíða Systu   /   Jólasveinarnir

 

Jólasveinar ganga um gátt með gildan staf í hendi

móðir þeirra hrýn við hátt og hýðir þá með vendi

:/: Uppá hól stend ég og kanna,

níu nóttum fyrir jól þá kem ég til manna :/:


 

Jólatextar  /   Jólasíða Systu   /   Jólasveinarnir