Jólasíða

Aðvenntan

Jólaandinn

Jólablóm

Jóladagarnir

Jóladagatalið

Jólaeftirvæntingin

Jólaföndur

Jólagjafir

Jólagrín

Jólahefðir

Jólakerti

Jólakveðjur

Jólakötturinn og Grýla

Jólaljós

Jólamatur

Jólanetkrækjur

Jólasagan

Jólaskraut

Jólasveinarnir

Jólasöngvar

Jólatréð

Jólaundirbúningur

Jólaupphafið og trúin

Efnisyfirlit

Gestabókin

 

Að velja sér Jólatré og stað fyrir það

Ný höggvin tré standa betur og hafa betri nálaheldni og eru fyrir þær sakir sérstaklega hentug jólatré. En tré sem hafa verið höggvin og síðan send sjóleiðis langar vegalengdir, missa frekar nálarnar í stofuhita.

Varðandi öll lifandi tré eru tvö atriði sem nauðsinlegt er að hafa í huga: Hiti er vondur fyrir tréð en raki er góður fyrir það.

Þegar þú kaupir lifandi tré, skoðaðu þau vandlega í krók og kring. Skoðaðu náttúrulega sköpun þeirra eins og lengd nálana og styrk greinanna. 

Það eru nokkrar auðveldar athuganir sem þú getur gert áður en þú fjárfestir í trénu: Dragðu grein í gegnum lokaðan lófann eða milli fingranna. Nálarnar ættu að renna í gegn án þess að detta af. Liftu trénu og sláðu endanum snarpt niður. Nýtt og gott tré ætti ekki að missa neitt af ytri nálunum en í sumum tilfellum er eðlilegt að nokkrar innri nálar hrinji af, sérstaklega af furu, ef mjög margar nálar falla er tréð of þurt og hefur því lélegri barrheldni auk þess sem því er hættara við bruna. Taktu nál (ekki á greni) og láttu endan nema við upphafið og myndaðu þannig hring. Ef nálin brotnar eða réttir sig ekki eru líkur á því að tréð sé of þurrt. Ef jólatréssalan er utandyra og mjög kalt er í veðri skaltu halda barrinu smástund í lófanum til að það hitni áður en þú gerir þetta próf.

Mundu svo að því skemmra sem er síðan tréð var höggvið, því betra. Best væri að sjálfsögðu ef þú gætir farið og höggvið tréð sjálfur og sem betur fer fer þeim sífellt fjölgandi sem velja þann kost.

Þegar tréð er komið heim, ætti að geyma það á köldum en ekki of þurrum stað. Fjarri vindi, sól og hita, þar til tími er kominn til að setja það upp inni á heimilinu. Að geyma það á skjólsælum stað utandyra er oft best (nema frostið sé þess verra). Óupphitaðar geymslur og bílskúrar eru líka tilvaldir geymslustaðir.

Að sjálfsögðu er útlit trésins mikilvægt. Af því er nauðsynlegt að skoða tréð allan hringinn. Tré sem er glæsilegt á einni hlið, gæti verið hræðilegt hinumeginn. Ef þú hinsvegar finnur þannig tré og og ljótahliðin er ekki mjög stór, getur sú hlið auðveldlega snúið að vegg eða út í horn. En ef tréð á að sjást frá öllum hliðum, þarf það að líta vel út allan hringinn. Einnig þarf að athuga að stofnendinn sé nógu langur til að ná niður í botninn á jólatrésfætinum. Stundum er nauðsyn að fjarlægja nokkrar greinar neðst af trénu til að það gangi vel ofan í fótinn en þá þarf að sjá það strax í upphafi því tréð breytist í útliti við að taka af því greinar (sjá líka kafla um meðferð lifandi jólatrjáa).

Næst á dagskrá er að velja trénu stað. Þó þú finnir stað þar sem það sést frá sem flestum hliðum eru fleiri atriði sem þarf að hafa í huga, mest um vert er að huga að öryggisatriðum.

Það eru sumir staðir þar sem aldrei ætti að setja tré, nálægt dyrum eða neyðarútgangi, hjá arni ef nokkur möguleiki er á að kveikt verði upp í honum yfir jólin, nálægt ofni, miðstöð eða viftu.

Næst kemur svo undirbúningur þess að koma með tréð inn. Fyrsta skrefið er að færa til þau húsgögn sem þarf. Þú getur sett tréð beint á gólfið eða ef það er nægilega hátt til lofts, gætir þú hugsanlega velt því fyrir þér að setja það á lágt borð. Þó að um sé að ræða aðeins 30-60 cm í auka hæð, mun það gera mikinn mun í því hversu tréð verður miklu tignarlegra.

Áður en þú kemur með höggvið lifandi tré inn, skatl þú hrista það vel. Næsta skref er að saga 3 eða 4 cm neðan af trénu. Nýtt sár gerir þessum þúsundum litlu pípna sem bera vatnið upp stofninn rétt innan við börkinn, auðveldara um vik. Best er ef sárið er ekki nákvæmlega 90 gráður, frekar lítillega hallandi, það tryggir það að endinn pressist ekki fast, niður í botn vatnsfótsins. Ef þú hefur aðstöðu til getur verið gott að gefa trénu ærlegt bað daginn áður en þú tekur það inn.

Ef þú notar seríur á tréð sem eru ekki nýjar, er nauðsyn að athuga þær áður en þú setur þær á tréð. Til að sjá hvort þær eru í góðu ásigkomulagi, perurnar heilar og vírarnir ekki teygðir eða slitnir (sjá um öryggisatriði). Festa ætti öll ljós seríunar vel á tréð, og engin pera má koma við neinn hluta trésins eða restina af skrautinu og hafa skal innstungur þannig að auðvelt sé að taka öll ljós úr sambandi ef nauðsyn ber til. Ef pera springur eftir að serían er komin á tréð skalt þú skipta um hana sem fyrst og nota rétta stærð af peru, aldrei fjarlægja ónýta peru án þess að setja nýja í staðinn. Það er ekki bara hætta á íkveikju, heldur getur það valdið litlun og forvitnum börnum skaða. Aldrei skilja ljósin eftir logandi á trénu yfir nótt eða þegar enginn er heima. Að sjálfsögðu notum við aldrei kerti á tréð. Í gamla daga var það eina leiðin til að lýsa upp jólatréð en það á ekki við í dag, og auk þess eru til fjöldi gerða sería sem sumarhverjar líkja eftir kertum merkilega vel, og því er opinn eldur nálægt trénu algerlega óþarfur.

Þá er komið að sjálfu skrautinu. Ef ung börn eru á heimilinu er réttast að passa að aðeins óbrjótanlegar kúlur og stærra skraut fari neðst. Um allan heim eru á hverju ári fjöldi barna sem skerast á brotnu jólaskrauti eða gleipa smærra skraut.

Ef þú þarft að standa á einhverju til að ná upp á efstu greinarnar, notaðu þá einhvað sem var hannað til þess arna. Þegar þú vinnur uppfyrir þig, hreyfðu þig þá hægt, svo þú missir ekki jafnvægið. Og teygðu þig ekki of langt, það er betra að fara niður, færa tröppuna og fara upp aftur, heldur en að hætta á að detta. Slysavarðsstofan er enginn staður til að eyða jólunum.

Vonandi verða þessar leiðbeiningar til að gera jól þín ánægjulegri, auðveldari og öruggari.

En í stuttu máli sagt, farðu varlega og skemmtu þér vel!

Gleðileg Jól!!

 

Jólasíða Systu síðast uppfærð 12 september 2004

Jólatréð    Fyrsta jólatréð    Meðhöndlun jólatrjáa    Jólatré í pottum    Jólatréð í gamladaga