
Þegar jólin fara
að nálgast, förum við að finna fyrir jólaandanum. Honum fylgir einhver
sérstök gleði, sem eins og liggur í loftiun og við eyðum löngum tíma að undirbúa þennan gleðiatburð
sem jólin eru svo sannarlega. Jólaandanum tekst líka að fá það besta út úr okkur öllum.
Allir eru tilbúnir til að hjálpa hver öðrum og við brosum og óskum
fólki, sem við ekkert þekkkjum,
gleðilegra jóla og röltum oft raulandi
um göturnar.

Þegar við hugsum um jólaandan er það að
sjálfsöguð andi liðinna jóla sem
kemur upp í hugan, og sem betur fer eru flestir sem eiga ánægjulegar
minningar frá liðnum jólum, en þó ekki allir.
Ef þú ert einn af þeim sem ekki á
ánægjulegar minningar frá fyrri jólum, mundu þá að þú getur sjálf/ur
búið þér til góðar minningar, byrjaðu núna strax og skapaðu þér
ánægjulegar minningar fyrir framtíðina.
Ef þessi árstími
er þér erfiður vegna ástvinamissis, gæti verið auðveldara að breyta
hinum hefðbundna undirbúningi og þínum hefðbundnu jólum lítillega, þannig
er möguleiki á að gera jólin skemmtileg aftur.
Ef
þú þekkir einhvern sem á ekki ánægjulegar jólaminningar, getur þú
skapað honum/henni jólaminningar sem vert er að minnast í framtíðinni,
með því að gera þessi jól ánægjuleg.
Mundu
að það er andi þessara jóla sem verður andi liðinna jóla í
framtíðinni. Það er núið sem verður að minningum og öll þurfum við
að eiga ánægjulegar minningar til að ylja okkur við.
Jólasíða Systu,
síðast breytt 12 nóvember 2001.
Andi
liðina jóla
Jólaandinn

|