23. Desember

Smelltu á myndina til að sjá hana í stærri og betri útgáfu!

Smelltu á myndina til að sjá hana í stærri og betri útgáfu!

Í dag er Þorláksmessa, laugardagurinn 23 desember 2006. Haustvertíðalok.  Næstkomandi nótt er aðfaranótt jóla.

Í nótt kom Ketkrókur til byggða en þá næstkomandi mun Kertasníkir koma. Ketkrókur átti langt prik með krók á endanum sem hann notaði til að krækja sér í kjöt niður um strompinn en venja var í gamladaga að hengja t.d. kjötlærin upp í loft í eldhúsinu.

Á mörgum heimilum mun verða skata í matinn í dag. En það er einnig venja að sjóða hangikjötið í dag, margir gera það einmitt til að yfirgnæfa skötulyktina. 

Nú er líka síðasti "séns" að kaupa og pakka inn jólagjafirnar fyrir fjölskylduna. Þá er einnig venja á flestum heimilum að skreyta jólatréð í dag. Færri hafa þó velt því fyri sér afhverju við höfum jólatré.

Lag dagsins er: Við óskum þér góðra jóla

←← →→

Jólasíða Systu    Jóladagatalið    Jóladagarnir