Hangikjöt 1

1 kg hangikjöt

1 l. vatn

Setjið hangikjötið og vatnið saman í pott og hitið varlega að suðu. Látið sjóða í 45-60 mínútur. Hangikjöt er ýmist borið fram heitt eða kalt.

Algengansta meðlæti með hangikjöti er karteflumús eða karteflur í uppstú, grænar baunir og rauðkál oft er laufabrauð einnig borið með.

 

Hangikjöt 2

(fyrir u.þ.b. 6)

1 hangilæri með beini

kalt vatn

Látið saga hækilinn af lærinu, þannig að það rúmist í stórum potti. Setjið í kalt vatn og látið suðuna koma rólega upp við vægan hita undir loki. Slökkvið á hellunni þegar suðan kemur upp og látið kjötið kólna í pottinum undir loki.

Hangikjötið verður mun bragðmeira ef það er soðið í heilu eins og gert er hér. Ekki má bullsjóða í pottinum. Suðan á rétt að koma upp áður en slökkt er undir.

Meðlæti:

Algengansta meðlæti með hangikjöti eru karteflur í uppstú eða karteflur og hvít sósa(jafningur), grænar baunir og rauðkál. og jafnvel laufabrauð.

 

Jólasíða Systu 21 október 2001, Jólamaturinn