Ættfræðisíða Systu

Velkomin á Ættfræði síðuna mína

Ég er búin að vera forfallinn í ættfræðinni, með hléum að vísu, síðast liðin 25 ár. Þessi síða er bein afleiðing þeirrar ástríðu. Það hefur að sjálfsögðu ýmislegt breyst á þessum 25 árum og þá á ég ekki aðeins við að maður hafi elst og breyst í útliti, heldur eru áherslurnar í þessu "hobbíi" allt aðrar nú en fyrir 20 árum. Ef einhver hefði sagt við mig þegar ég var að byrja að í dag ætti ég skráða hjá mér 35 þúsund einstaklinga, sem tengjast mér fjölskylduböndum á einn eða annan hátt hefði ég í besta falli talið viðkomandi vera ruglaðann, og aldrei hefði mér dottið í hug að spurningarnar og blindgöturnar sem maður lendir í, í ættfræðigrúskinu, verða bara fleiri og fleiri eftir því sem svörin verða fleiri og upplýsingarnar aukast. Jæja látum nægja um það í bili. Ég vona að þú hafir bæði gagn og gaman af síðunni minni, og takk fyrir að líta við.

Ef þú ert að byrja í ættfræðigrúski kíktu hér!

Afkomendur Ara Jónssonar lögréttumanns í Reykjafirði eru fjölmargir, og hér er hægt að rekja forfeður hans til Adams og Evu, auk ýmissa viðbóta í ættrakningu hans sem sífellt er að bætast meira og meira við.

Hér á síðunni er að finna þónokkuð af ættfræði upplýsingum en mig langar að taka það fram að ég hef dregið mörkin við það að birta ekki persónu upplýsingar um núlifandi einstaklinga, enda varla við hæfi að birta þær að þeim forspurðum.

Hvaða konungar stjórnuðu Noregi á eftir Haraldi hárfagra.

Öll könnumst við við að hafa heyrt nefndan Þorra konung en fæst vitum við hver hann var og hversvegna hann var blótaður. Það að blóta Þorra er gamall siður á Íslandi en hvers vegna byrjaði það og hversvegna voru Góublótin sem nú eru ekki eins vinsæl?  Hér getur þú komist að því!

Ég hef tekið saman nokkrar ættfræðikrækjur sem gott og gaman getur verið að líta á. 

Á Nafnaskránni er að finna nöfn allra þeirra einstaklinga sem hafa fengið sér síðu á ættfræðisíðunum mínum.

Ef þú ert reglulegur gestur ætti síðan mín sem heitir nýjungar að geta nýst þér, en á henni er að finna lista yfir það nýjasta sem bætt hefur verið við á ættfræðisíðuna mína.

Afarnir mínir og ömmur hafa líka fengið um sig síður, svo og langa-afar og ömmur. Kíktu endilega í heimsókn til þeirra!

Spurningataflan

Á spurningatöfluna hengi ég u.þ.b. mánaðarlega eða svo, spurningar sem mig langar mikið til að fá svör við, ef þú veist svarið, viltu senda mér svarið eða upplýsingar um hvar ég gæti fundið það!

Í manntalinu 1703 er nefndur Ari Snorrason bóndi á Ósi í Auðkúluhrepp og mun hann vera fæddur um 1671. Kona hans var Katrín Þórðardóttir fædd um 1672 og born þeirra Guðrún, Sigríður og Steinunn.

Hverjir voru foreldrar Ara og Katrínar?

Er hugsanlegt að Ari sé sonur Snorra Jónssonar og Ólafar Guðmundsdóttur sem einnig eru búandi á Ósi 1703?

Hvað varð um þessar dætur þeirra? Og áttu þau fleiri born?

Eldri spurningar og svör

Ef hér á síðunum mínum er einhvað að finna sem ekki má vera hér, vinsamlegast láttu mig vita.

Heimasíða    Jólasíða    Börn og kærleikur    Krækjur 

Noregskonungar    Afi og amma    Nafnaskrá    Spurnungatafla    Ættfræðikrækjur    Nýjungar

Ættfræðisíða Systu, sköpuð 22 nóvember 2000, síðast uppfærð 1 júní 2007.

2252 gestir litu hér við á tímabilinu 11-10-2002 til 16-09-2004

http://notendur.snerpa.is/systaoggaui/aettfraedisidasystu.htm

Smelltu til að skrifa í gestabókina

Ættfræðisíða Systu

Að byrja í ættfræði

Afi og amma

Auðkúluætt

Forfeðratöl

Nafnaskrá

Noregskonungar

Nýjungar

Spurnungatafla

Ættfræðikrækjur