Atriði sem vert er að muna eftir þegar byrjað er í
ættfræðigrúski:
1. Það fyrsta sem þú þarft að gera er að skilgreina hvað þú ætlar að
gera. Ættlar þú að safna bara forfeðrum þínum eða viltu rekja niðja forfeðranna. Ætlir þú að gera það síðar nefnda, ætlarðu þá að rekja einhverja ákveðna ætt eða hvað sem er. Viljir þú finna ætingja þína í allar ættir þarft þú að ákveða hversu langt aftur þú ætlar að fara. Ef þú ákveður þetta strax gerir það vinnu þína í framtíðinni mun auðveldari. Þú gætir t.d. ákveðið að rekja alla niðja langa langa langa ömmu þinnar og afa. Eða að rekja niðja forfeðra þinna sem eru fæddir rétt eftir aldamótin 1700. Þetta eru bara dæmi þú getur valið hvað sem er en mér hefur reynst það auðveldast að hafa einhver mörk að miða við.
2. Þó þú sért að byrja skalt þú ekki vera að hafa áhyggjur af að setja markið of hátt, mundu að
þetta er áhugamál sem mun fylgja þér það sem eftir er ævinnar.
3. Annað sem er mjög mikilvægt er að skrá niður allar heimildir hverjar sem þær eru. Tökum sem dæmi að þú lesir einhvernstaðar að einhver ættingi þinn, sem við skulum kalla Jón og segum að hann hafi verið bróðir langa-langa-afa þíns, jæja, þessi
Jón er talinn drukna með einhverjum bát 38 ára og skilja eftir sig börnin Jónas og Sólveigu. Mörgum árum seinna lestu einhvernstaðar að Jón þessi hafi dáið úr lungnabólgu 45 ára og átt 7 börn, hvernig veistu hvort er rétt ef þú getur ekki borið heimildir saman, til að kanna hvor er trúverðugri. Þetta á jafnt við um munnlegar heimildir því það er nokkuð ljóst að ef að amma þín segist hafa gifst afa í Júlí þá hefur hún sennilega gert það en ekki í apríl þó að þú lesir það í einhverri bók. |