Heimasíða Syst
uJólasíðan Ættfræðisíðan Börn og kærleikur Krækjur
Þessa síðu byrjaði ég að fikta við að gera þann 22 nóvember 2000. Það var í fyrsta skipti sem ég kom einhvað nálægt svona síðugerð. Það hefur samt sem áður gengið mun betur en ég þorði að vona og reynar hef ég haft mjög gaman af þessu fikti.
Kveikjan að þessu öllu saman var að mig langaði að gera Jólasíðu enda er ég mjög mikið jólabarn í mér. Annað sem er mikið áhugamál hjá mér og það er ÆTTFRÆÐI, og hef ég líka lagt mikla vinnu í Ættfræðisíðuna mína, en á henni má m.a. finna síðu tileinkaða öfum og ömmum mínum.
Ég vona að þú eigir eftir að njóta þess að flakka á síðunni minni og komir oft í heimsókn aftur. Svo langar mig til að benda þér á gestabókina, en það er svo ánægjulegt að sjá þegar einhver skrifar þar.
Nú er ég búin að færa mig um set á vefnum, ákvað að prófa að vera hér hjá Snerpu. Það þarf varla að efast um að ég komi til með að skemmta mér einnig vel við að setja upp síðu hér.
Að lokum vil ég bara óska þér góðrar skemmtunar!!
Þetta er friðardúfan, boðskapur hennar er vinátta, friður og von! Endilega taktu hana og settu á heimasíðuna þína eða sendu hana til einhverra sem þú þekkir og hjálpaðu þannig til við að boða frið og vináttu um allan heim! Ég fékk hana á fallegri Íslenskri heimasíðu og ákvað að nota hana hér til að boða líka út þá von sem henni fylgir, gerðu það sama! Hér fékk ég dúfuna.
Heimasíða Systu, fyrst sköpuð 22 nóvember 2000, síðast uppfærð 18 nóvember 2002, og færð hingað með breytingum fyrst 10 september 2004. http://notendur.snerpa.is/systaoggaui/index.htm
Gestir frá 7 nóvember 2002 - 17 september 2004 : 2587