Heim    Ættfræði    Krækjur    Jól   

Velkominn

Velkomin á síðuna mína um börn, hamingju, vináttu, ást og kærleik

Að vera elskaður sjálfs síns vegna er hámark hamingjunnar.

Victor Hugo

VONDAR MÖMMUR !

Var mamma þín vond ! Mín var það.                                             

Við áttum verstu mömmu í heiminum !

Þegar aðrir krakkar borðuðu nammi í morgunmat fengum við hafragraut.

Þegar aðrir krakkar fengu pepsí og súkkulaði fyrir hádegismat fengum við samlokur.

Og menn geta bara rétt ímyndað sér hvað hún gaf okkur í kvöldmat, -allskonar MAT.

Mamma vildi alltaf vita hvar við vorum, ALLTAF, það hefði mátt halda að við værum í fangelsi. Hún vildi vita hverjir voru vinir okkar og hvað við vorum að gera með þeim.

Hún krafðist þess að ef við segðumst ætla að fara eitthvert í klukkutíma þá væri það aldrei meira en klukkutími.

Þegar það var FRÍ í skólanum þurftum við að vinna. Við þurftum að þvo diskana, búa um rúmin, læra að elda, þvo þvottinn og annast önnur leiðinleg störf. Við héldum að hún lægi vakandi á nóttunni bara til að pæla út hvað hún ætti að láta okkur gera daginn eftir

Hún lét okkur alltaf segja sannleikann, allann sannleikann og ekkert nema sannleikann.

Þegar við vorum unglinga, gat hún lesið hugsanir okkar. Þá var lífið ERFITT !

Þegar allir fengu að fara á djammið og skemmta sér 12 eða 13 ára, fengum við ekki að gera neitt fyrr en við vorum 16. ára.

Mömmu vegna misstum við af fjölda mörgu og miklu sem aðrir krakkar gerðu.

Ekkert okkar hefur verið tekin fyrir að stela úr búðum, eyðileggja fyrir öðru fólki eða verið tekin fyrir nokkurt afbrot af neinu tagi. ALLT henni að kenna.

Við urðum aldrei full, kunnum ekki að reykja, fengum ekki að vera úti allar nætur og misstum því af að gera svo fjöldamargt sem unglingar annars fá að gera. Á sunnudögum þurftum við að fara í kirkju, og við misstum aldrei af messu.

Núna erum við flutt að heiman. Guð-hrædd, menntuð og gott fólk. Við gerum okkar besta að vera vondir foreldrar eins og mamma okkar var.

Ég held að það sé það sem er að í heiminum í dag. Það er bara ekki nóg af vondum mömmum lengur.

(Þetta fékk ég sennt með e-maili (höfundur mér ókunnur))

Smeltu hér til að fara á næstu síðu.

Snúðu andlitinu mót sólinni og þú munt ekki geta séð skuggana.

 Helen Keller

Vinur er einhver sem seilist eftir hönd þinni en snertir hjarta þitt.

Eitt bros getur dimmu í dagsljós breytt,
sem dropi breytir veig heillar skálar.
Þel getur snúist við atorð eitt.
Aðgát skal höfð í nærveru sálar.
Svo oft leyndist strengur í brjósti,sem brast
við biturt andsvar, gefið án saka.
Hve iðrar margt líf eitt augnakast,
sem aldrei verður tekið til baka

Einar Benediktsson: Einræður Starkaðar

Faðir vorið

Faðir vor, þú, sem ert á himnum.
Helgist þitt nafn, til komi þitt ríki,
verði þinn vilji, svo á jörðu sem á himni.
Gef oss í dag vort daglegt brauð.
Og fyrirgef oss vorar skuldir,
svo sem vér og fyrirgefum vorum skuldunautum.
Eigi leið þú oss í freistni, heldur frelsa oss frá illu.
Því að þitt er ríkið, mátturinn og dýrðin
að eilífu. Amen.

Það sem þú átt í vasanum er ekki mikilsvert, aðeins það sem þú átt í hjartanu.

 Bernadin kardínáli

Smeltu hér til að fara á næstu síðu.

Smelltu hér til að skrifa í gestabókina mína

Heimasíða Systu, Börn/Kærleikur sköpuð upphaflega 22-23 nóvember 2000, síðast endurskoðuð 12 september 2004 og þá flutt á nýtt veffang: http://notendur.snerpa.is/systaoggaui/bornog%20kaerleikur.htm

Á barnahluta þessarar síðu komu 1714 gestir á tímabilinu 7 nóvember 2002 til 17 september 2004.

...............................................................................

Heimasíða Systu 

Jólasíðan    Ættfræðisíðan    Krækjur