Haraldur hárfagri Hálfdansson

Haraldur tók konungdóm eftir föður sinn tíu vetra gamall og var konungur Noregs í 70 ár, fyrsti konungur alls Noregs. Hann var fæddur í kringum 858 og dáinn um 934. Hann var af Sænsku Ynglingaættinni sem rakin er til Freys. 

(F. 858, d. 934)

Foreldrar hans voru Hálfdan svart Goðröðsson konungur í Vestfold og k.h. Ragnhildur Sigurðardóttir.

Haraldur konungur átti margar konur og mörg börn. Hann átti 20syni eða fleiri. Ekki eru heimildir alltaf sammála um móðerni sona. Hér hef ég sett innan sviga aftan við nafn sonar ef önnur heimild nefnir aðra móðir en ég hef sett hann hjá.

K1: (933) Ása, dóttir Hákonar Hlaðajarls Grjótgarðssonar.

       a) Guttormur (Gyða Eireksdóttir)

b) Hálfdan svarti

c) Hálfdan hvíti (tvíburi við Hálfdan svarta), féll við Eistland.

d) Sigurður

 

K2: Gyða Eireksdóttir af Hörðalandi, sem fyrr hafði neitað að verða frilla Haralds af því að hann var aðeins smákonungur og var það ástæða þess að Haraldur lagði allan Noreg undir sig.

e) Ólöf, árbót

f) Hárekur,

g) Sigtryggur, er sumir kölluðu Tryggva  (Svanhildur Eysteinsdóttir)

h) Fróði, (Svanhildur Eysteinsdóttir)

i) Þorgils, (Svanhildur Eysteinsdóttir)

j) Roerek Haraldsdóttir, 

 

K3: Ragnhildur ríka, dóttir Eireks konungs af Jótlandi. Segja menn að Haraldur konungur léti af níu konum sínum, þá er hann fékk Ragnhildar ríku. Ragnhildur drotning lifði þrjá vetur eftir að hún kom til Noregs. Sonur þeirra:

k) Eirekur blóðöx, honum unni Haraldur konungur mest og virti fremst allra sona sinna, því að hann var ríkbornastur að móðerni.

 

K4: Hildur eða Svanhildur, dóttir Eysteins jarls af Heiðmörk. Synir þeirra voru aldir upp hjá Eysteini afa sínum sem þá var orðin jarl yfir Vestfold.

l) Ólafur Geirstaðaálfur,

m) Björn, undirkonungur í Vestfold,

n) Ragnar rykkill (Álfhildur Hringsdóttir)

 

K5: Álfhildur, dóttir Hrings konungs Dagssonar af Hringaríki.

o) Dagur, konungur í Heiðmörk

p) Hringur, konungur í Heiðmörk, sonur hans var Dagur.

q) Guðreður, er sumir nefndu Guðröð.  ( Gyða Eireksdóttir)

r) Ingigerðr

 

K6: Snæfríður finnska Svásadóttir,

s) Sigurður hrísi

t) Hálfdan háleggur, féll í Orkneyjum

u) Guðröður ljómi, konungur, d. um 890.

v) Rögnvaldur réttilbeini, Konungur, sonarsonur hans var Eyvindur kelda, seiðmaður og allmjög fjölkunnigur.

 

K7: Þóra Morsturstöng, Hún var kvinna vænst og hin fríðasta. Hún var kölluð konungsambátt.

        x) Hákon góði Noregskonungur

        y) Ingibjörg,

 

Haraldur konungur lifði þrjá vetur síðan er hann hafði Eiríki gefið einvald ríkisins, var þá á Rogalandi eða á Hörðalandi að stórbúum er hann átti. Eiríkur og Gunnhildur áttu son er Haraldur konungur jós vatni og gaf nafn sitt, sagði svo að sá skyldi konungur vera eftir Eirík föður sinn.

Haraldur konungur gifti flestar dætur sínar innanlands jörlum sínum og eru þaðan komnar miklar kynkvíslir.

Haraldur konungur varð sóttdauður á Rogalandi. Er hann heygður á Haugum við Karmtsund. Í Haugasundi stendur kirkja en við sjálfan kirkjugarðinn í útnorður er haugur Haralds konungs hins hárfagra. Fyrir vestan kirkjuna liggur legsteinn Haralds konungs, sá er lá yfir legi hans í hauginum og er steinninn hálfs fjórtánda fets langur og nær tveggja alna breiður. Í miðjum hauginum var leg Haralds konungs. Þar var settur steinn annar að höfði en annar að fótum og lögð þar hellan á ofan en hlaðið grjóti tveim megin utan undir. Þeir steinar standa nú þar í kirkjugarðinum er þá voru í hauginum og nú var frá sagt.

Svo segja fróðir menn að Haraldur hinn hárfagri hafi verið allra manna fríðastur sýnum og sterkastur og mestur, hinn örvasti af fé og allvinsæll við sína menn. Hann var hermaður mikill öndverða ævi.

Og þýða menn það nú að vitað hafi um tré það hið mikla er móður hans sýndist í draumi fyrir burð hans, er hinn neðsti hlutur trésins var rauður sem blóð en þá var leggurinn upp frá fagur og grænn, að það jartegndi blóma ríkis hans. En að ofanverðu var hvítt tréið. Þar sýndist það að hann mundi fá elli og hæru. Kvistir og limar trésins boðuðu afkvæmi hans er um allt land dreifðist og af hans ætt hafa verið jafnan síðan konungar í Noregi.

(Haraldar saga Hárfagra)

Ættfræðisíða Systu 29 desember 2000.

Nafnaskrá

 

Tenglar:

HARALDAR SAGA HÁRFAGRA