17. Desember

Smelltu á myndina til að sjá hana í stærri og betri útgáfu!

Smelltu á myndina til að sjá hana í stærri og betri útgáfu!

Í dag er sunnudagurinn 17 desember 2006. sem er 3 sunnudagur á jólaföstu.

Í nótt kom Askasleikir til byggða. Í gamladaga stal Askasleikir öskunum frá fólkinu til að klára allt úr þeim og sleikja vel og vandlega. Askar voru einskonar skálar með loki sem notaðar voru til að borða úr líkt og við notum diska í dag, nema hver og einn átti sinn ask og gat geymt í honum matinn og borðað síðar ef einhverjar leifar voru, enda var maturinn skamtaður naumar í gamladaga en gert er núna í dag. Sjálfsagt þætti okkur nútímafólkinu skrítið að geta ekki fengið okkur aukabita nema hafa áður geymt hann frá einhverri annari máltíð. Næstkomandi nótt mun hann Hurðaskellir kíkja við.

Nú fara að vera síðustu forvör að fara með jólakortin í póst.

Hvernig væri svo að baka nokkrar piparkökur?

Lag dagsins er: Skín í rauðar skotthúfur

Aukalög: Gilsbakkaþula og Grýlukvæði.

←← →→

Jólasíða Systu    Jóladagatalið    Jóladagarnir