Haraldr gillikristr Magnússon

Haraldr gillikristr Magnússon, fæddur um 1103 í Suðureyjum, konungur í Noregi frá 1130, drepinn 14 desember 1136. 

Foreldrar hans voru Magnús berbeinn Ólafsson og Írsk kona ókunn að öðru leiti. 

Hann deildi völdum með Magnúsi bróðirsyni sínum og háðu þeir harða baráttu um völdin, sem lyktaði með sigri Haraldar og ríkti hann eftir það einn yfir Noregi meðan hann lifði. Hann féll síðan fyrir hálfbróður sínum Sigurði. Haraldur konungur var jarðaður í Kristskirkju hinni fornu.

Haraldur gilli var maður léttlátur, kátur, leikinn, lítillátur, ör svo að hann sparði ekki við vini sína, ráðþægur svo að hann lét aðra ráða með sér öllu því er vildu. Slíkt allt dró honum til vinsælda og orðlofs. Haraldur gilli var maður hár og grannvaxinn, hálslangur, heldur langleitur, svarteygur, dökkhár, skjótlegur og frálegur, hafði mjög búnað írskan, stutt klæði og léttklæddur. Stirt var honum norrænt mál, kylfdi mjög til orðanna og höfðu margir menn það mjög að spotti.

K1: Ingiríður Rögnvaldsdóttir, börn þeirra:

        a) Ingi krypplingur, Noregskonungur,

Barnsmóðir: Þóra Guttormsdóttir,

        b) Sigurður munnur, Noregskonungur,

K2: Bjaðök (Beathach),

        c) Eysteinn II Noregskonungur,

        d) Haraldur Noregskonungur

        e) Brigíður,

        f) María,

        g) Margrét, hana átti Jón Hallkelsson, húks,

Sonur hans:

        h) Magnús af Noregi, konungur í Noregi frá 1142, dáinn u.þ.b. 1145. Magnús hét hinn fjórði sonur Haralds konungs. Hann fóstraði Kyrpinga-Ormur. Hann var og til konungs tekinn og hafði sinn hluta af landi, móti bræðrum sínum Sigurði,Inga og Eysteini. Magnús var veill á fótum og lifði litla hríð og varð sóttdauður.

Haraldur var þá í Túnsbergi er hann spurði andlát Sigurðar konungs bróður síns. Átti hann þá þegar stefnur við vini sína og réðu þeir það af að eiga Haugaþing þar í býnum. Á því þingi var Haraldur til konungs tekinn yfir hálft land. Voru þá kallaðir það nauðungareiðar er hann hafði svarið föðurleifð sína af hendi sér. Tók Haraldur sér þá hirð og gerði lenda menn. Dróst honum brátt lið engum mun minna en Magnúsi konungi. Fóru þá menn í milli þeirra og stóð svo sjö nætur. En fyrir því að Magnús fékk lið miklu minna þá sá hann engan annan sinn kost en skipta ríkinu við Harald. Var þá svo skipt að hálft ríki skyldi hvor þeirra hafa við annan, það er Sigurður konungur hafði haft, en skip og borðbúnað og gersemar og allt lausafé það er Sigurður konungur hafði átt hafði Magnús konungur, og undi hann þó verr sínum hluta, og réðu þó landi nokkura hríð í friði og hugðu þó mjög sér hvorir.

Magnús saga blinda og Haralds gilla

En er þau tíðindi komu norður til Þrándheims að Haraldur konungur var af lífi tekinn þá var þar til konungs tekinn Sigurður sonur Haralds konungs og hurfu að því ráði Óttar birtingur og Pétur Sauða-Úlfsson og þeir bræður Guttormur af Reini Ásólfsson og Óttar balli og fjöldi annarra höfðingja. Og snerist undir þá bræður nálega allur lýður og allra helst fyrir þess sakar að faðir þeirra var kallaður heilagur og var þeim svo land svarið að undir engan mann annan skyldi ganga meðan nokkur þeirra lifði sona Haralds konungs.

Saga Inga konungs og bræðra hans

Ættfræðisíða Systu 29 desember 2000.

Nafnaskrá

 

Tenglar:

MAGNÚSS SAGA BLINDA OG HARALDS GILLA