Ingi krypplingur Haraldsson

Ingi krypplingur Haraldsson, konungur í Noregi frá 1136, dáinn 4 febrúar 1161. 

Ingi konungur var manna fegurstur í andliti. Hann hafði gult hár og heldur þunnt og hrökk mjög. Lítill var hans uppvöxtur og treglega mátti hann ganga einn samt, svo var visinn annar fóturinn, en knýttur var hann á herðum og á bringu. Hann var blíðmæltur og dæll vinum sínum, ör af fé og lét mjög höfðingja ráða með sér landráðum, vinsæll við alþýðu og dró það allt saman mjög undir hann ríki og fjölmenni.

Foreldrar hans voru Haraldur gilli Magnússon og Ingiríður Rögnvaldsdóttir.

Hann stóð fyrir drápi bræðra sinna Sigurðar munnus og Eysteins, en féll svo fyrir Hákoni bróðursyni sínum.

 

Ættfræðisíða Systu

Nafnaskrá

 

Tenglar:

SAGA INGA KONUNGS OG BRÆÐRA HANS