Magnús IV, hinn blindi Sigurðsson

Magnús IV, hinn blindi Sigurðsson, fæddur u.þ.b. 1115, konungur í Noregi frá því um 1130, dáinn 12 nóv. 1139. 

Foreldrar hans voru Sigurður Jórsalafari Magnússon og Borghildur Ólafsdóttir.

K: (1132) (skildu 1133) Kristín Knútsdóttir af Danmörku, hún var dóttir Knúts lávarðar, systur Valdimars Danakonungs. Magnús varð henni ekki unnandi og sendi hana aftur suður til Danmerkur og gekk honum allt síðan þyngra. Fékk hann óþokka mikinn af frændum hennar.

Magnús var hverjum manni fríðari er þá var í Noregi. Hann var maður skapstór og grimmur, atgervimaður var hann mikill en vinsæld föður hans heimti hann mest til alþýðu vináttu. Hann var drykkjumaður mikill, fégjarn, óþýður og ódæll.

Hann deildi völdum í Noregi með föðurbróður sínum Haraldi gilla og háðu þeir harða baráttu um völdin, sem lyktaði með sigri Haraldar og eftir það var Magnús blindur og gaf sig í klaustur og tók við munkaklæðum. Eftir fall Haralds gilla fékk Sigurður slembidjákn hann úr klaustrinu og hóf hann að reyna að vinna land sitt.

Ættfræðisíða Systu

Nafnaskrá

 

Tenglar:

MAGNÚSS SAGA BLINDA OG HARALDS GILLA