Loftur Sæmundsson

Loftur Sæmundsson prestur í Odda, var fæddur um 1090, dó 1163. 

Foreldrar hans voru Sæmundur fróði Sigfússon, og  Guðrún Kolbeinsdóttir.

K: Þóra Magnúsdóttir, sonur þeirra:

    a) Jón Loftsson

 

Forfeðratal Lofts Sæmundssonar

1. grein

1. Loftur Sæmundsson,

2. Sæmundur fróði Sigfússon, f. 1056, d. 22 maí 1133, Prestur í Odda á Rangárvöllum frá 1076. Lærði í Frakklandi og víðar. Þekktur úr þjóðsögum fyrir galdra og samskipti sín við myrkrahöfðingjann. Fór ungur til náms og kom heim 1076. Kona hans var Guðrún Kolbeinsdóttir (sjá 2 grein).

3. Sigfús Loðmundsson, f. ca 1020, d. ca 1076, fyrsti prestur í Odda um 1050, kona hans var Þorgerður Eyjólfsdóttir (sjá 3 grein).

4. Loðmundur Svartsson, f. ca 985, goðorðsmaður í Odda, kona hans var Þorgerður Sigfúsdóttir.

5. Svartar Úlfsson, bóndi Odda, kona hans var Helga Þorgeirsdóttir.

6. Úlfur aurgoði Jörundsson, goði og landnámsmaður á Svertingjastöðum

7. Jörundur goði Hrafnsson, landnámsmaður og goði á Svertingsstöðum, fyrri kona hans var Þuríður Þorbjarnardóttir

8. Hrafn heimski Valgarðsson, landnámsmaður að Rauðafelli undir Eyjafjöllum í Rangárþingi um 900.

9. Valgarður Vémundsson,

10. Vémundur Þórólfsson,

11. Þórólfur víganefur Hræreksson.

12. Hrærekur slöngvabaugi Haraldsson,

13. Haraldur hilditönn Hræreksson, Danakonungur. Hann varð maður fjörgamall og óttaðist það að hann yrði ellidauður. Tók hann þá það ráð að biðja annan konung (Hring konung, frænda sinn) að safna liði og berjast við sig svo hann félli í orustu. Söfnuðu nú báðir óflýjandi liði, og varð þá hin mikla og fræga Brávallaorusta (um 710). Þar féll Haraldur konungur.

14. Auður djúpauðga Ívarsdóttir, fyrri maður hennar var Hrærekur "slöngvabaugi" Ingjaldsson,

15. Ívar víðfaðmi Hálfdansson, hann lagði undir sig allt Svíaveldi. Hann eignaðist og allt Danaveldi og mikinn hlut Saxlands og allt Austurríki og hinn fimmta hlut Englands. 

16. Hálfdan snjalli Haraldsson.

17. Haraldur gamli Valdarsson, kona hans var Hervör Heiðreksdóttir.

18. Valdar mildi Hróarrsson,

19. Hróarr gamli Hálfdansson,

20. Hálfdan Fróðason, 

21. Fróði frækni Friðleifsson, konungur á Hallandi og Skáni.

22. Friðleifur Fróðason, konungur á Hallandi og Skáni.

23. Fróði friðsami Danason, konungur á Skáni, Hallandi, Fjóni og Jótlandi.

24. Dani mikilláti Ólafsson, konungur í Danmörk, kona hans var Ólöf Vermundardóttir.

25. Ólafur hinn lítilláti Vermundsson, Danakonungur.

26. Vermundur hinn vitri Fróðason, Danakonungur.

27. Fróði Hávarðarson, Danakonungur.

28. Hávarður hinn handrami Friðleifsson.

29. Friðleifur Friðfróðason, 

30. Friðfróði Friðleifsson, Danakonungur.

31. Friðleifur Skjaldarson, Danakonungur.

32. Skjöldur Óðinsson,

33. Óðinn Frjáfarsson,

34. Frjálafr Burrason.

2. grein

2 Guðrún Kolbeinsdóttir, f. um 1060. Húsmóðir í Odda.

3 Kolbeinn Flosason.

 3. grein

3 Þórey Eyjólfsdóttir, f. um 1028. húsfreyja á Odda.

4 Eyjólfur "halti" Guðmundarson - Ingvildur Síðu-Hallsdóttir

Ættfræðisíða Systu 28 janúar 2001

Nafnaskrá

Smelltu til að skrifa í gestabókina

Ættfræðisíða Systu

Að byrja í ættfræði

Afi og amma

Auðkúluætt

Forfeðratöl

Nafnaskrá

Noregskonungar

Nýjungar

Spurnungatafla

Ættfræðikrækjur