Hákon góði Haraldsson
Hákon góði Haraldsson, einnig nefndur Hákon Aðalsteinsfóstri, var fæddur um 920, tók konungdóm 933, dáinn 959.
Hann var fóstraður af Aðalsteini konungi í Englandi.
Aðalsteinn konungur lét skíra Hákon og kenna rétta trú og góða siðu og alls konar kurteisi. Aðalsteinn konungur unni honum svo mikið, meira en öllum frændum sínum, og út í frá unni honum hver maður er hann kunni. Hann var síðan kallaður Aðalsteinsfóstri. Hann var hinn mesti íþróttamaður, meiri og sterkari og fríðari en hver maður annarra. Hann var vitur og orðsnjallur og vel kristinn.
Aðalsteinn konungur gaf Hákoni sverð það er hjöltin voru úr gulli og meðalkaflinn en brandurinn var þó betri. Þar hjó Hákon með kvernstein til augans. Það var síðan kallað Kvernbítur. Það sverð hefir best komið til Noregs. Það átti Hákon til dauðadags.
Foreldrar hans voru Haraldur hárfagri og Þóra Morsturstöng.
Barn hans:
a) Þóra
Þá er Haraldur konungur var nær sjöræðum gat hann son við konu þeirri er Þóra er nefnd Morsturstöng. Hún var æskuð úr Morstur. Hún átti góða frændur. Hún var í frændsemistölu við Hörða-Kára. Hún var kvinna vænst og hin fríðasta. Hún var kölluð konungsambátt. Voru þá margir þeir konungi lýðskyldir er vel voru ættbornir, bæði karlar og konur. Sá var siður um göfugra manna börn að vanda menn mjög til að ausa vatni eða gefa nafn. En er að þeirri stefnu kom er Þóru var von að hún mundi barn ala þá vildi hún fara á fund Haralds konungs. Hann var þá norður á Sæheimi en hún var í Morstur. Hún fór þá norður á skipi Sigurðar jarls. Þau lágu um nóttina við land. Þar ól Þóra barn uppi á hellunni við bryggjusporð. Það var sveinbarn. Sigurður jarl jós sveininn vatni og kallaði Hákon eftir föður sínum Hákoni Hlaðajarli. Sá sveinn var snemma fríður og mikill vexti og mjög líkur föður sínum. Haraldur konungur lét sveininn fylgja móður sinni og voru þau að konungsbúum meðan sveinninn var ungur. (Haraldar saga hárfagra) |
Tengill: