Ólafur Geirstaðaálfur Haraldsson

Ólafur Geirstaðaálfur Haraldsson, undirkonungur yfir Vestfold, drepinn 934.

Foreldrar hans voru Haraldur hárfagri Hálfdansson og Svanhildur Eysteinsdóttir.

Sonur hans:

    a) Tryggvi undirkonungur í Vigen.

Eftir fall Bjarnar kaupmanns tók Ólafur bróðir hans ríki yfir Vestfold og til fósturs Guðröð son Bjarnar. Tryggvi hét sonur Ólafs. Voru þeir Guðröður fóstbræður og nær jafnaldrar og báðir hinir efnilegstu og atgervimenn miklir. Tryggvi  var hverjum manni meiri og sterkari.

En er Víkverjar spurðu að Hörðar höfðu tekið til yfirkonungs Eirík þá tóku þeir Ólaf til yfirkonungs í Víkinni og hélt hann því ríki. Þetta líkaði Eiríki stórilla.

Ættfræðisíða Systu 2 mars 2001

Nafnaskrá