Gyða Eireksdóttir
Gyða Eireksdóttir af Hörðalandi, hún hafði fyrr neitað að verða frilla Haralds af því að hann var aðeins smákonungur og var það ástæða þess að Haraldur lagði allan Noreg undir sig.
Faðir hennar var Eiríkur konungur af Hörðalandi.
M: Haraldur hárfagri Hálfdansson, börn þeirra:
a) Guttormur, hann féll í Elfarkvíslum fyrir Sölva klofa.
b) Hárekur,
c) Guðreður, er sumir nefndu Guðröð.
d) Álöf,
e) Roerek Haraldsdóttir,
e) Ólöf
Haraldur konungur sendi menn sína eftir meyju einni er Gyða er nefnd, dóttir Eiríks konungs af Hörðalandi, hún var að fóstri á Valdresi með ríkum búanda, er hann vildi taka til frillu sér því að hún var allfríð mær og heldur stórlát. En er sendimenn komu þar þá báru þeir upp erindi sín fyrir meyna. Hún svaraði á þessa lund að eigi vill hún spilla meydómi sínum til þess að taka til manns þann konung er eigi hefir meira ríki en nokkur fylki til forráða. "En það þykir mér undarlegt," segir hún, "er engi er sá konungur er svo vill eignast Noreg að vera einvaldi yfir sem hefir Gormur konungur að Danmörku eða Eiríkur að Uppsölum." Sendimönnum þykir hún svara furðu stórlega og spyrja hana máls um hvar til svör þessi skulu koma, segja að Haraldur er konungur svo ríkur að henni er fullræði í. En þó að hún svari á annan veg þeirra erindum en þeir mundu vilja þá sjá þeir engan sinn kost til þess að sinni að þeir mundu hana í brott hafa nema hennar vilji væri til þess og búast þeir þá ferðar sinnar. En er þeir eru búnir leiða menn þá út. Þá mælti Gyða við sendimenn, bað þá bera þau orð sín Haraldi konungi að hún mun því að einu játa að gerast eiginkona hans ef hann vill það gera fyrir hennar sakir áður að leggja undir sig allan Noreg og ráða því ríki jafnfrjálslega sem Eiríkur konungur Svíaveldi eða Gormur konungur Danmörku, "því að þá þykir mér," segir hún, "hann mega heita þjóðkonungur." Haraldar saga hárfagra |