Að safna í niðjatöl er mun flóknara en ættartrén. Hér er lítil tafla sem hægt er að nota þegar byrjað er að safna í niðjatal. Þessi tafla hefur hinnsvegar þann ókost að hún gerir ekki ráð fyrir fleiri en einum maka og í þeim tilvikum sem um fleiri maka er að ræða þarf að nota fleiri töflur fyrir hvern einstakling. Þá er tilvalið að prennta báðu megin á blaðið. Hér er tafla fyrir einstakling og maka hans. Hér er tafla til að prennta á bakhlið fyrstu töflu fyrir þá sem eiga 2-3 maka. Hér er tafla fyrir þá sem eiga 4 maka, ætluð til að prennta á bakhlið fyrstu töflunar. Og loks tafla fyrir þá sem eiga 5 maka, ætluð til að prennta á bakhlið fyrstu töflu. Útfylling taflanna segir sig hinnsvegar sjálf og ekki tel ég að nauðsyn sé að fara einhvað frekar út í þá sálmana.
Ættfræðisíða Systu, 13 febrúar 2001 |
|