19. Desember

Smelltu á myndina til að sjá hana í stærri og betri útgáfu!

Smelltu á myndina til að sjá hana í stærri og betri útgáfu!

Í dag er þriðjudagurinn 19. desember 2006. Nú er langt liðið á aðventuna.

Í nótt kom Skyrgámur til byggða. Honum finnst, eins og nafnið gefur til kynna, skyr óskaplega gott og getur hann úðað því í sig þar til að hann stendur á blístri og getur sig varla hrært. Næstu nótt kemur Bjúgnakrækir til byggða.

Lag dagsins er: Hátíð í bæ

Aukalög: Fögur er foldin, Það á að gefa börnum brauð og Jólaklukkur

Hvernig væri svo að nota komandi helgi til að útbúa fjölskyldujólatré. Baka sænskt jólabrauð og e.t.v. bjóða vinum og kunningjum upp á sænskt jólaglögg eða ef til vill það sem betra er óáfengt jólaglögg.

Jólaglögg óáfeng

1 bolli vatn.

1/2 bolli sykur.

1 msk. negulnaglar.

1 brotin kanilstöng.

1 tsk. saxað engifer (nýtt eða þurrkað).

2 bollar eplasafi.

1 bolli appelsínusafi.

1 msk. sítrónusafi.

Sjóðið vatn og sykur í 10 mínútur. Setjið negulnaglana, kanilstengurnar og engiferið inn í grisju og látið vera í sykurleginum í eina klukkustund. Hrærið þá afganginn af efnunum út í og hitið að suðu. Fjarlægið kryddgrisjuna og berið fram hvort heldur sem er heitt eða kalt. Þetta á það til að verða nokkuð bragðsterkt þannig að gott getur verið að hafa drykkinn kaldan og blanda hann þá til helminga með ljósum gosdrykk.

Hvað færð þú ef þú mætir snjókarli sem er vampíra?

Frostbit!

←← →→

Jólasíða Systu    Jóladagatalið    Jóladagarnir