Fjölskyldujólatré

Hvernig væri að breyta jólatrénu í fjölskyldu tré?

Þetta er skemmtileg leið til að kenna börnunum einhvað um fjölskyldu sína. Um leið og þið skapið ramma hverns fjölskyldu meðlims, má ræða um hann og útskýra hvernig hann tengist fjölskyldunni. Til að festa upplýsingarnar í huga barnanna má endurtaka sögu hvers um sig um leið og hans/hennar rammi er hengdur á jólatréð, og með árunum gæti einmitt þetta orðið að skemmtilegri fjölskyldu hefð.

Rammana má gera á tvennan hátt, í höndunum (1) eða í tölvunni (2).

    1. Það sem þarf ef gera á rammana í höndunum:

Pappa eða karton, skæri, lím, myndir af fjölskyldu meðlimum, litlar jólamyndir eða límmiða, pakkaborða, gatara (ef notað er karton) og e.t.v. glimmer að ógleymdu hugmyndaflugi.

    Ef notaður er pappi t.d. bylgjupappi er svona farið að:

    Klippið pappan jafn marga hringi og rammarnir sem gera á og myndirnar í sömu stærð og pappahringinn sem hún á að fara á. Ekki er nauðsyn að allir hringirnir séu jafn stórir, fjölbreytileikinn gerir bara heildarmyndina skemmtilegri. Nú er best að byrja á að setja borða utan um brúnina á pappanum. Límið síðan mynd á annan helming pappans, og leggðu undir myndina annan endann á ca 10 cm borða bút, hann mun síðar þjóna þeim tilgangi að hengja upp ramman. Hinn endi hankans er festur hinu meginn á pappahringinn með lítilli jólamynd eða limmiða. Neðan við litlu myndina skrifarðu svo nafn og fæðingardag einstaklingsins sem er á myndinni.

    Ef notað er karton er svona farið að:

    Klippið kartonið í jafnmarga hingi og rammarnir eiga að vera. Notið nú gatarann og gerið gat ofarlega á hringinn. Myndirnar eru nú klipptar svolítið minni en kartonið og límdar á miðju kartonsins, ofan við myndina skrifarðu nú nafn einstaklingsins og neðan vi ðmyndina fæðingardag hanns. Aftan á kartonið límirðu litla jólamynd og þræðir svo borða í gegnum gatið sem er efst.

    2. Það sem þarf ef gera á rammana í tölvu:

Karton, skannaðar myndir af öllum sem eiga að fá ramma, pakkaborða, skæri og jólamyndir inni í tölvumynninu og sæmilegt myndvinslu forrit.

    Strikið hringi á skjalið, raðið á hringina myndunum og skrifið nöfn og fæðingardaga fyrir ofan og neðan myndirnar, munið að gera ráð fyrir að göt þurfa að koma efst á hvern hring. Prenntið svo út og snúið kartoninu við og setjið aftur í prenntarann. Geri ð nú nýtt skjal með jólamyndum og prenntið aftan á fyrra skjalið. Hringirnir eru nú klipptir út, gataðir og borði settur í gatið.

Nú ættu jólafjölskyldumyndarammarnir að vera tilbúnir. Þegar fjölskyldan stækkar og árin líða er lítið mál að bæta við römmum, þannig að fjölskyldujólaættartréð stækkar jafnt og þétt.

Jólaföndur / Jólasíða Systu, sköpuð 27 Nóvember 2000