Jólaklukkur

(Gunnlaugur V. Snævarr/ Franskt lag frá 16. öld)

Ding dong dingadinga dong
Nú klukkur himins klingja.
Fjölda engla fyrir ber
um frið á jörðu syngja
Gloría, Gloría,
Gloría, Gloría,
Gloría, Gloría.
Hósanna in excelsis

Hljóma klukkur heims um ból
til hátíðar skal bjóða.
F ögnum öll um friðar jól
með frelsaranum góða.
Gloría, Gloría,
Gloría, Gloría,
Gloría, Gloría.
Hósanna in excelsis

Ding dong yfir mörk og mið
skal klukkan helga hljóma
boðar gleði, farsæld, frið
vorn fögnuð látum óma
Gloría, Gloría,
Gloría, Gloría,
Gloría, Gloría.
Hósanna in excelsis

 

Jólasíða Systu / Jólatextar 6 desember 2002

Síðast uppfærð 17.11.2003