Einar Guðmundsson
Einar Guðmundsson, fæddist 3 september 1864 í Hvammi Barðastrandarhrepp, og dó 3 júní 1941 í Flatey.
Foreldrar
Einars voru Guðmundur Jónsson, bóndi Hvammi Barðastrandarhrepp og
k.h. Guðrún Einarsdóttir.
Einar ólst
upp hjá föður sínum og stjúpu í Hvammi. Hann var vinnumaður og
síðar ráðsmaður í Sauðeyjum. Bóndi á Skjaldvararfossi 1891-86,
Haukabergi 1896-1901, Siglunesi 1901-11, Ytri-Hreggstöðum 1911-16, Holti, Barðastrandarhrepp
(átti þá jörð, 1916-20), Sauðeyjum 1922-30.
Húsmaður í Hergilsey 1920-22, Hamri 1930-33, fluttist þá
að Selskerjum í Múlasveit þar sem hann var hjá Guðrúnu dóttur
sinni til dánardags. Hann var lengi í hreppsnefnd Barnastrandarhrepps og
oddviti hennar um skeið, var einnig í sóknar- og froðagæslunefnd hreppsins.
Formaður í verstöðvum, Kollsvík og Siglunesi.
Hann var jarðsettur á Brjánslæk.
Hann kvæntist 14 desember 1887 Jarþrúði Guðmundsdóttur.
Börn þeirra:
a) Árni Einarsson, fæddur 17 júlí 1889 í Hvammi, Barðastrandarhrepp; d.19 júní 1891 á Skjaldvararfossi Barðastrandarhrepp.
b) Árni Jón Einarsson, fæddur. 3 apríl 1893 að Skjaldvararfossi Barðaströnd; d. 15 nóvember 1980 á Akranesi.
c) Guðmundur Jóhann Einarsson, fæddur 3 apríl 1893 að Skjaldvararfossi, Barðaströnd; d. 14 nóvember 1980
d) Þórarinn Jóhannes Einarsson, fæddur 3 september 1897 á Haukabergi Barðaströnd.
e) Guðrún Einarsdóttir, fædd 21 júní 1902 í Holti Barðastrandarhrepp Barð.; d. 25 júní 1954, drukknaði með m.b. Oddi.
Þau ólu líka upp Magnús Aðalbjörn Guðmundsson f. 19.12.1909 Tungugröf í Strandasýslu, d. 25.05.1974 ókv og barnl.
Heimasíða Systu Ættfræðisíða Systu Gestabók Nafnaskrá Afi og amma
Ættfræðisíða Systu, 18 febrúar 2001