1 stk. rauðkálshöfuð, um 1 kg
50-75 g smjör
1 tsk. salt
3 stk. negulnaglar
4 stk. piparkorn
1/2 tsk. pipar
1 msk. rauðvínsedik
2 msk. rifsberjahlaup
1 dl hindberjasafi
1 stk. epli
1/2 l vatn
Skerið rauðkálið og epli smátt. Bræðið smjörið í stórum potti og látið rauðkál og epli krauma í því í nokkrar mínútur. Bætið kryddi, ediki, rifsberjahlaupi, vatni og saft saman við. Setjið negulnagla og piparkorn í grisju, þannig að auðvelt sé að fjarlægja að suðu lokinni. Látið þetta krauma undir loki í um 45 mínútur, eða þar til kálið er orðið mjúkt. Hrærið öðru hverju. Bætið örlitlu vatni út í ef þarf.
Algengt meðlæti með t.d. hangikjöti.
Jólasíða Systu 8 nóvember 2001, Jólamaturinn