Laufabrauð 1

800 gr. hveiti
200 gr. heilhveiti
1 tsk. salt
6-7 dl  mjólk
100 gr. sykur, 2 msk heilt kúmen


Mjólkin hituð ásamt smjörlíki og kúmeni. Hellt yfir mjölið og hnoðað. Breytt mjög þunnt út skorið og pikkað. Steikt vel í heitri feiti.

 

Laufabrauð 2

1 kg Hveiti
1/4 teskeið Baker's Ammonia
1 teskeið Salt
6-7 dl mjólk
Feiti til djúpsteikingar

Hitið mjólkina að suðu. Siktið saman hveiti og salt. Hellið mjólkinni í hveitið og hnoðið saman í deig, og formið í langa rúllu. Skerið rúlluna niður í bita og rúllið hverjum bita út í mjög þunnar kökur. Þetta er auðveldast að gera á hveitistráðum plastdúk. Skerið brauðið í hringlaga kökur t.d. eftir disk og skreytið af hjartans lyst. Pakkið brauðinu inn til að koma í veg fyrir að það þorni meðan það bíður steikingar. Áður en brauðið er steikt er það "pikkað" með gafli, djúpsteikið síðan í vel heitri feiti á báðum hliðum þar til það er gullinbrúnt. 

Laufabrauð er oft borið fram með hangikjöti.

Jólasíða Systu 13 nóvember 2001, Jólamaturinn

Hangikjöt