1. Desember

Smelltu á myndina til að sjá hana í stærri og betri útgáfu!

Smelltu á myndina til að sjá hana í stærri og betri útgáfu!

Föstudagurinn 1 desember 2006 er jafnframt fullveldisdagurinn. Á fullveldisdaginn, sem er fánadagur, er þess minnst að þennan dag árið 1918 varð Ísland frjálst og fullvalda ríki í konungssambandi við Dani.

Það er bæði gott og gaman að nota þessa fyrstu viku desembermánaðar til að föndra lítið eitt með börnunum, mæli sérstaklega með Jólaskrauti úr trölladegi, því nú er enn nægur tími til að láta það kólna og mála það síðan og spreyja.

Hafi verið meiningin að baka Enska ávaxtaköku þá hefði það þurft að vera búið núna, en ef það er ekki búið ættir þú að gera það strax í dag. 

Lag dagsins: Bráðum koma blessuð jólin.

→→

Jólasíða Systu    Jóladagatalið    Jóladagarnir

Fullveldisdagurinn