Jólaskraut
úr trölladegi
1 bolli salt
2 bolar hveiti
1 bolli vatn
Blandið saman salti og hveiti og blandið svo vatninu saman við smátt og smátt. Hnoðið vel þar til það er þétt í sér, u.þ.b. 5-10 mín.
Fletjið degið út og stingið út myndir með smáköku mótum, notið tannstöngul eða prjón til að gera gat efst á hverja köku til að hengja upp. Bakið á vægum hita í u.þ.b. 30 mín. Eða þar til þær eru harðar. Þegar kökurnar eru orðnar kaldar má skreita þær með þekjulitum eða glimmeri. Varist að kökurnar blotni. Ef þú átt til lakksprey t.d. fyrir keramik er gott að spreyja þær nú. Þræðið að lokum borða í gatið og skrautið er tilbúið til að hengjast upp á jólatréð.
Jólaföndur / Jólasíða Systu 2 des 2002