Ólafur mildi Haraldsson

Ólafur mildi Haraldsson, fæddur um 1050, konungur í Noregi frá 1066, dáinn 22 sept. 1093. 

Foreldrar hans voru Haraldur harðráði Sigurðsson og Þóra Þorbergsdóttir.

Konungur 1066 ásamt bróður sínum en einvaldur 1069. Hann ríkti í 27 ár. í Noregi voru það ár friðar og framfara, enda var hann maður réttar og búsældar. 

Ólafur var maður mikill á allan vöxt og vel vaxinn. Það er allra manna sögn að engi maður hafi séð fegra mann eða tígulegra sýnum. Hann hafði gult hár sem silki og fór afar vel, bjartan líkam, eygður manna best, limaður vel, fámálugur oftast og ekki talaður á þingum, glaður við öl, drykkjumaður mikill, málrætinn og blíðmæltur, friðsamur meðan hans ríki stóð.

Hann var hinn vinsælsti konungur og hafði Noregur mikið auðgast og prýðst undir hans ríki.

K: Ingiríður Sveinsdóttir,

Barnsmóðir: Þóra Jónsdóttir  (eða Rögnvaldsdóttir),

        a) Magnús berbeinn 

 

Ættfræðisíða Systu 28 desember 2000.

Nafnaskrá

 

Tenglar:

ÓLAFS SAGA KYRRA