Njáll Sighvatsson

Njáll Sighvatsson var fæddur 3 ágúst 1872 á Klúku í Bjarnarfirði, en hann dó 21 mars 1950. Hann var sonur hjónanna Sighvatar Grímssonar og Ragnhildar Brynjólfsdóttur.

Njáll er settur í fóstur til Einars Grímssonar (föðurbróður síns) og Hólmfríðar konu hanns er Njáll var á fimmta ári. Þau voru þá að flytjast að Hjallkárseyri í Arnarfirði og bjuggu síðar á Rauðsstöðum. Njáll ólst upp hjá þeim til fullorðinsára.

K: 15. mars 1900; Jónína Guðrún Sigurðardóttir.

Jónína og Njáll hófu búskap á Tjaldanesi í Auðkúluhrepp 1899 og bjuggu þar til 1904, þá bjuggu þau í þurrabúðinni Svalbarða. Árið 1913 ræðst Njáll sem ráðsmaður á Hrafnseyri. Þau voru húshjón að Ósi í Mosdal 1921-1927. Þau fluttu árið 1928 að Öskubrekku Ketildölum og voru þar í eitt ár. Þá flytjast þau til sonar síns Þórðar er þá hafði tekið hálfa Hrafnseyri á leigu en þaðan flytjast þau með Þórði og Daðínu í Stapadal 1937, þar deir Jónína en Njáll flytur með Þórði og Daðínu til Auðkúlu 1948 en þar lést Njáll. Njáll var mjög eftirsóttur sjómaður og hagleiks smiður á bæði tré og járn. Hann var mikill hagyrðingur og veiðimaður.

 

Ættfræðisíða Systu, 27 febrúar 2001

Nafnaskráin