Guðmundur Jónsson

Guðmundur Jónsson, húsmaður í Flatey á Breiðafirði, síðar bóndi á Arnósstöðum V-Barðastrandasýslu.

Guðmundur var fæddur 9 júlí 1823 í Kvígindisfirði en dó 27 september 1879 á Arnórsstöðum, hann ólst upp hjá foreldrum sínum, fyrst í Kvígindisfirði svo á Siglunesi, en fluttist þaðan til Hergilseyjar 1849 og stuttu seinna til Flateyjar. Þar vann hann aðallega við byggingar og járnsmíði og bjó í Bakkahúsi. Hann varð síðan bóndi á Arnórsstöðum frá 1859 til dánardags.

Foreldrar hans voru Jón Gíslason og Margrét Jónsdóttir.

K: 28 nóvember 1851; Bergþóra Árnadóttir.

Börn þeirra:

    a) Jónas, f. 20 desember 1851 í Flatey, d. 3 janúar 1894 á Fossá.

    b) Einar, f. 10 september 1853 í Flatey, d. 24 mars 1880

    c) Herdís, f.  16 september 1856 í Flatey, d. 31 janúar 1902 á Hellissandi

    d) Petrína, f. 16 september 1856 í Flatey, d. 19 september 1896 á Haukabergi

    e) Árni Guðþór, f. 27 janúar 1858 í Flatey, d. 11 janúar 1889 á Arnórsstöðum

    f) Jarþrúður, f. 7 ágúst 1862 á Arnórsstöðum, d. 14 apríl 1932.

 

Ættfræðisíða Systu 8 maí 2001

Heimasíða Systu    Ættfræðisíða Systu    Gestabók    Nafnaskrá    Afi og amma