Eysteinn I Magnússon

Eysteinn I Magnússon, fæddur um 1088, varð konungur í Noregi 1103, dáinn 29 ágúst 1122. 

Eysteinn konungur var maður hinn fríðasti sýnum, bláeygur og nokkuð opineygur, bleikhár og hrokkinhár, ekki hár meðalmaður, spekingur að viti, að öllu fróður, lögum og dæmum og mannfræði, ráðsnjallur og orðspakur og hinn snjallasti, manna glaðastur og lítillátastur, hugþekkur og ástsæll allri alþýðu. 

Faðir hans var Magnús III Ólafsson.

K: Ingibjörg Guttormsdóttir, Steigar-Þórissonar, barn þeirra:

        a) María, er síðan átti Guðbrandur Skafhöggsson, sonur þeirra var Ólafur konungur.

Eysteinn konungur var á veislu á Stim á Hússtöðum. Þar fékk hann bráðasótt þá er hann leiddi til bana. Hann andaðist fjórða Kalendas Septembris og var lík hans flutt norður til Kaupangs og er hann þar jarðaður í Kristskirkju. Og er það mál manna að yfir einskis manns líki hafi svo margur maður í Noregi jafnhryggur staðið sem Eysteins konungs síðan er andaður var Magnús konungur, sonur Ólafs hins helga konungs. Eysteinn var konungur tuttugu vetur að Noregi. En eftir andlát Eysteins konungs var Sigurður einn konungur í landi meðan hann lifði.


Ættfræðisíða Systu

Nafnaskrá