Magnús góði Ólafsson
Magnús góði Ólafsson, konungur í Noregi og Danmörku.
Fæddur 1025, konungur Noregs frá 1035, dáinn 25 okt. 1047.
Foreldrar hans voru Ólafur helgi Haraldsson og Álfhildur.
Dóttir hans:
a) Ragnhildur,
Er hann var nær kominn bana þá sendi hann Þóri bróður sinn til Sveins Úlfssonar að hann skyldi veita hjálp Þóri, þá sem hann þyrfti. Það fylgdi orðsendingunni að Magnús konungur gaf Sveini Danaveldi eftir sinn dag, segir að það var maklegt að Haraldur réði fyrir Noregi en Sveinn fyrir Danmörku. Síðan andaðist Magnús konungur góði og var hann allmjög harmdauði allri alþýðu.
Magnús konungur hafði verið meðalmaður á vöxt, réttleitur, ljósleitur og ljós á hár, snjallmæltur og skjótráður, skörunglyndur, hinn mildasti af fé, hermaður mikill og hinn vopndjarfasti. Allra konunga var hann vinsælstur. Bæði lofuðu hann vinir og óvinir.
Tenglar: