Sjá himins opnast hlið
(Björn Halldórsson/R. L. Pearsall)


Sjá, himins opnast hlið, 
heilagt englalið
fylking sú hin fríða
úr fagnaðarins sal,
fer með boðun blíða
og blessun lýsa skal
:/: Yfir eymdardal :/:

Í heimi' er dimt og hljótt,
hjarðmenn sjá um nótt
ljós í lofti glæðast,
það ljós Guðs dýrðar er,
hjörtu þeirra hræðast,
en Herrans engill tér:
:/: "Óttist ekki þér".:/:

Með fegins fregn ég kem:
Fæðst í Betlehem
blessað barn það hefur,
er birtir Guð á jörð,
frið og frelsi gefur
og fallna reisir hjörð.
:/: Þökk sé Guði gjörð :/:

Já, þakka, sál mín, þú,
þakka' og lofsyng nú
fæddum friðargjafa,
því frelsari' er hann þinn,
seg þú: "Hann skal hafa
æ hjá mér bústað sinn
:/: Vinur velkominn" :/:

Ó Guðs hinn sanni son,
sigur, líf og von
rís með þér og rætist,
þú réttlætisins sól,
allt mitt angur bætist,
þú ert mitt ljós og skjól.
:/: Ég held glaður jól :/:

Á hæstri hátíð nú
hjartfólgin trú
honum fagni' og hneigi,
af himni' er kominn er,
sál og tunga segi
með sætum engla her:
:/: "Dýrð sé, Drottinn, þér" :/:

Jólasíða Systu    Jólatextar    Jólaupphafið og trúin