Ólafur Tryggvason
Ólafur Tryggvason, konungur í Noregi frá því um 994, fæddur 963, dáinn 9 sept. 1000. Foreldrar hanns voru Tryggvi Ólafsson undirkonungur í Vigen og Ástríður Eiríksdóttir.
K1: Geira drottning, dóttir Búrisláfs konungs í Vindlandi. Systir hennar var Gunnhildur.
K2: Gyða Ólafsdóttir, drottning, systir Ólafs kvarans er konungur var á Írlandi í Dyflinni. Hún var ung kona og fríð er fundum hennar og Ólafs Tryggvasonar bara saman.
a) Tryggvi,
K3: Guðrún Járnskeggjadóttir, hún gerði tilraun til að mirða hann á brúðkaupsnóttina en mistókst og fór aftur til síns heima.
K4: 998; Þyri Haraldsdóttir, foreldrar hennar voru Guðríður Ólafsdóttir og Haraldur Blátönn Gormsson sonur þeirra:
b) Haraldur f. 999,
K5: Gyða,
Ástríður hét kona sú er átt hafði Tryggvi konungur Ólafsson. Hún var dóttir Eiríks bjóðaskalla er bjó á Oprustöðum, ríks manns. En eftir fall Tryggva þá flýði Ástríður á brott og fór á launungu með lausafé það er hún mátti með sér hafa. Henni fylgdi fósturfaðir hennar sá er Þórólfur lúsarskegg hét. Hann skildist aldrei við hana en aðrir trúnaðarmenn hennar fóru á njósn, hvað spurðist af óvinum hennar eða hvar þeir fóru. Ástríður gekk með barni Tryggva konungs. Hún lét flytja sig út í vatn eitt og leyndist þar í hólma nokkurum og fáir menn með henni. Þar fæddi hún barn. Það var sveinn. En er hann var vatni ausinn þá var hann kallaður Ólafur eftir föðurföður sínum. Þar leyndist hún um sumarið en er nótt myrkti og dag tók að skemma en veður að kólna þá byrjaði Ástríður ferð sína og Þórólfur með henni og fátt manna, fóru það eina með byggðum er þau leyndust um nætur og fundu enga menn. Þau komu fram einn dag að kveldi til Eiríks á Oprustöðum, föður Ástríðar. Þau fóru leynilega. Sendi Ástríður menn til bæjarins að segja Eiríki en hann lét fylgja þeim í eina skemmu og setja þeim borð við hinum bestum föngum. En er þau Ástríður höfðu þar dvalist litla hríð þá fór brott föruneyti hennar en hún var eftir og tvær þjónustukonur með henni og sonur hennar Ólafur, Þórólfur lúsarskegg og Þorgísl sonur hans, sex vetra gamall. Þau voru þar um veturinn. (ÓLAFS SAGA TRYGGVASONAR) |
Þá er Ólafur konungur Tryggvason hafði verið tvo vetur konungur að Noregi var með honum saxneskur prestur, sá er nefndur er Þangbrandur. Hann var ofstopamaður mikill og vígamaður en klerkur góður og maður vaskur. En fyrir sakir óspektar hans þá vildi konungur eigi hann með sér hafa og fékk honum sendiferð þá að hann skyldi fara til Íslands og kristna landið. Var honum kaupskip fengið og er frá hans ferð það að segja að hann kom til Íslands í Austfjörðu í Álftafjörð hinn syðra og var eftir um veturinn með Halli á Síðu. Þangbrandur boðaði kristni á Íslandi og af hans orðum lét Hallur skírast og hjón hans öll og margir aðrir höfðingjar en miklu fleiri voru hinir er í móti mæltu. Þorvaldur veili og Veturliði skáld ortu níð um Þangbrand en hann drap þá báða. Þangbrandur dvaldist tvo vetur á Íslandi og varð þriggja manna bani áður hann fór í brott. (ÓLAFS SAGA TRYGGVASONAR) |
Ólafur konungur var allra manna glaðastur og leikinn mjög, blíður og lítillátur, ákafamaður mikill um alla hluti, stórgjöfull, sundurgerðarmaður mikill, fyrir öllum mönnum um fræknleik í orustum, allra manna grimmastur þá er hann var reiður og kvaldi óvini sína mjög.
Tenglar: