Ástríður Eiríksdóttir

Ástríður Eiríksdóttir, 

Faðir hennar var Eiríkur bjóðaskalli Víkingsson á Oprustöðum.

M1: Tryggvi Ólafsson undirkonungur, börn þeirra:

    a) Ólafur Tryggvason

    b) Ingibjörg

    c) Ástríður var gift Erlingi Skjálgssyn

M2: Loðinn, víkverskur, auðugur og vel ættaður, börn þeirra:

    d) Þorkell nefja 

    e) Ingiríður, 

    f) Ingigerður.

Bræður tveir bjuggu í Vík austur. Hét annar Þorgeir en hinn Hyrningur. Þeir fengu dætra Loðins og Ástríðar.

Þá gerir Gunnhildur þegar sendimenn og býr þá vel að vopnum og hestum og var þar til forráða ríkur maður, vinur Gunnhildar, er Hákon er nefndur. Hún bað þá fara á Oprustaði til Eiríks og hafa þaðan son Tryggva konungs og færa henni. Þá fara sendimenn alla leið sína.

En er þeir áttu skammt til Oprustaða þá verða varir við ferð þeirra vinir Eiríks og báru honum njósn um ferð sendimanna að kveldi dags.

En þegar um nóttina bjó Eiríkur brottferð Ástríðar, fékk henni góða leiðtoga og sendi hana austur til Svíþjóðar á fund Hákonar hins gamla, vinar síns, ríks manns. 

ÓLAFS  SAGA  TRYGGVASONAR

Ættfræðisíða Systu 23 febrúar 2001

Nafnaskrá