Í Betlehem
(Valdimar Briem/Danskt þjóðlag)

Í Betlehem er :/: Barn oss fætt:/:
Því fagni gjörvöll Adamsætt.
:/: Hallelúja :/:

Það barn oss fæddi :/: fátæk mær :/:
Hann er þó dýrðar Drottinn skær. 
:/: Hallelúja :/:

Hann var í jötu :/: lagður lágt,:/:
en ríkir þó á himnum hátt.
:/: Hallelúja :/:

Hann vegsömuðu :/: vitringar :/:
hann tigna himins herskarar.
:/: Hallelúja :/:

Hann boðar frelsi' og :/: frið á jörð :/:
og blessun Drottins barnahjörð
:/: Hallelúja :/:

Vér undir tökum :/: englasöng :/:
og nú finst oss ei nóttin löng.
:/: Hallelúja :/:

Vér fögnum komu :/: Frelsarans :/:
vér erum systkin orðin hans. 
:/: Hallelúja :/:

Hvert fátækt hreysi :/: höll nú er :/:
Því Guð er sjálfur gestur hér.
:/: Hallelúja :/:

Í myrkrum ljómar :/: lífsins sól :/:
Þér, Guð sé lof fyrir gleðileg jól.
:/: Hallelúja :/:

Jólasíða Systu, síðast breytt 16 október 2001

Jólatextar    Jólaupphafið og trúin