Guðs kristni í heimi
(V. V. Snævarr/Wade)

Guðs kristni í heimi, krjúp við jötu lága.
Sjá konungur englanna fæddur er.
Himnar og heimar lát lofgjörð hljóma.
Ó, dýrð í hæstu hæðum.
Ó, dýrð í hæstu hæðum.
Guðs heilagi sonur, ó dýrð sé þér.

Hann ljós er af ljósi, Guð af sönnum Guði,
einn getinn, ei skapaður, sonur er.
Orðið varð hold í hreinnar meyjar skauti.
Ó, dýrð í hæstu hæðum.
Ó, dýrð í hæstu hæðum.
Guðs heilagi sonur, ó dýrð sé þér.

Sjá himnarnir oppnast. Hverfur nætursorti,
og himneskan ljóma af stjörnu ber. 
Heilagan lofsöng himinhvolfin óma.
Ó, dýrð í hæstu hæðum.
Ó, dýrð í hæstu hæðum.
Guðs heilagi sonur, ó dýrð sé þér.

Á Bettlehemsvöllum hirðar gættu hjarðar.
Guðs heilagur engill þeim fregna þá ber.
Fæddur í dag er frelsari vor Kristur.
Ó, dýrð í hæstu hæðum.
Ó, dýrð í hæstu hæðum.
Guðs heilagi sonur, ó dýrð sé þér.

Já, dýrð sé í hæðum Drottni, Guði vorum, 
og dýrð sé hanns syni, er fæddur er.
Lofsöngvar hljómi. - Himinhvolfin ómi:
Ó, dýrð í hæstu hæðum.
Ó, dýrð í hæstu hæðum.
Guðs heilagi sonur, ó dýrð sé þér.

Jólasíða Systu, síðast breytt 16 október 2001

Jólatextar    Jólaupphafið og trúin