Vísburr Vanlandason

Vísburr Vanlandason

Faðir hans var Vanlandi Svegðisson.

K1: ónafngreind Auðadóttir

    a) Gísl

    b) Öndur

Sonur Vísburrs:

    c) Dómaldi

Vísbur tók arf eftir Vanlanda föður sinn. Hann gekk að eiga dóttur Auða hins auðga og gaf henni að mundi þrjá stórbæi og gullmen. Þau áttu tvo sonu, Gísl og Öndur. En Vísbur lét hana eina og fékk annarrar konu en hún fór til föður síns með sonu sína.

Vísbur átti son er Dómaldi hét. Stjúpmóðir Dómalda lét síða að honum ógæfu. En er synir Vísburs voru tólf vetra og þrettán fóru þeir á fund hans og heimtu mund móður sinnar en hann vildi eigi gjalda. Þá mæltu þeir að gullmenið skyldi verða að bana hinum besta manni í ætt hans og fóru í brott og heim. Þá var enn fengið að seið og siðið til þess að þeir skyldu mega drepa föður sinn. Þá sagði Huld völva þeim að hún mundi svo síða og það með að ættvíg skyldu ávallt vera í ætt þeirra Ynglinga síðan. Þeir játtu því. Eftir það söfnuðu þeir liði og komu að Vísbur um nótt á óvart og brenndu hann inni.

HÁKONAR SAGA HERÐIBREIÐS

Ættfræðisíða Systu 2 janúar 2001

Nafnaskrá