Steinvör Sighvatsdóttir
Steinvör Sighvatsdóttir húsfreyja á Keldum í Rangárvallasýslu, var mikilsmetin og hafði meiri áhrif en títt var um konur á þeim tímum. Var hún m.a. tekin til gerðar ásamt Skálholtsbiskups um mál Þórðar Kakala og sunnlendinga árið 1242, og skildi hún úrkurða ein um það er hana og biskup greindi á um.
Steinvör var fædd um 1210 og dó 21 ágúst 1268.
Foreldrar henar voru Sighvatur Sturluson og kona hans Halldóra Tumadóttir.
M: Hálfdan Sæmundarson, börn þeirra voru:
a) Sighvatur, bóndi og riddari á Keldum,
b) Sturla,
c) Loftur, riddari
d) Sólveig,
Forfeðratal Steinvarar
1. Steinvör Sighvatsdóttir,
2. Sighvatur Sturluson, f. 1170, d. 12. ágúst 1238, höfðingi á Grund í Eyjarfirði, Mikið hraustmenni og fyrirliði Sturlunga. Var höfðingi og völd hans því meiri er á leið, vinsæll maður glaðlyndur og kíminn. Hann féll í Örlygsstaðaorustu ásamt Sturlu syni sínum., kona hans var Halldóra Tumadóttir.
3. Hvamm-Sturla Þórðarson, f. 1114-1115, d. 23 júlí 1183, seinni kona hans var Guðný Böðvarsdóttir
4. Þórður Gilsson, d. ca 1150, goðorðsmaður á Staðarfelli, kona hans var Vigdís Svertingsdóttir.
5. Gils Snorrason, kona hans var Þórdís Guðlaugsdóttir.
6. Snorri Jörundarson, kona hans var Ásný Sturludóttir.
7. Jörundur Þorgilsson, kona hans var Hallveig Oddadóttir.
8. Oddkatla Jörundsdóttir, f. ca 945, hennar maður var Þorgils Kollason,
9. Jörundur Atlason, f. ca 910, d. ca 967, kona hans var Þórdís Þorgeirsdóttir.
10. Atli "rauði" Úlfsson, landnámsmaður á Reykjanesi í Barðastrandasýslu, kona hans var Björg Eyvindsdóttir.
11. Úlfur "skjálgi" Högnason, landnámsmaður er nam Reykjanes í Breyðafirði, kona hans var Björg Eyvindsdóttir.
12. Högni "hvíti" Óblauðsson,
13. Óblauður Ótryggsson, víkingur.
14. Ótryggur Hjörleifsson, víkingur.
15. Hjörleifur kvensami Hjörsson, konungur á Hörðalandi, kona hans var Æsa hin ljósa.
16. Hjör Jössurarson, konungur. (ATH Flateyjarbók rekur ættir Hjörs á annan veg en hér er gert)
17. Jössur Ingjaldsson, konungur.
18. Ingjaldur Ögvaldsson, konungur.
19. Ögvaldur, konungur í Ögvaldsnesi
Ættfræðisíða Systu 28 janúar 2001