Sörur

400 g fínmalaðar möndlur

6 dl flórsykur

5 eggjahvítur

Blandið saman möndlum og flórsykri. Stýfþeytið eggjahvítuna og blandið möndlu/sykrinum saman við. Bakið við 180°C í u.þ.b. 15 mín.

Krem:

1 dl sterkt kaffi

1 msk hveiti

1 eggjarauða

125 g mjúkt smjör

1/2 dl sykur

1/2 tsk vanillusykur

250 g hjúpsúkkulaði

 

Sjóðir saman kaffið og hveitið þar til það þykknar og kælið. Blandið eggjarauðunni við kaffiþykknið. Hrærið saman smjör, sykur og vanillusykur þar til blandan verður létt og ljós en þá er kaffikreminu blandað saman við.

Smyrjið kreminu á sléttu hliðina á kökunum. Bræðið súkkulaðið yfir vatnsbaði og látið kólna niður í u.þ.b. 40°C. Dýfið nú hverri köku í súkkulaðið og látið það þekja kaffikremið.

 

Jólasíða Systu 15 október 2001, Jólamaturinn