RÚDOLF MEÐ RAUÐA TRÝNIÐ

(Elsa E. Guðjónsson 1955)

Síglaðir jólasveinar
sleðum aka niður´ í byggð,
og hreindýrin draga hreykin
hlössin þung af mestu dyggð.
En raunmæddur hreinninn Rúdolf
rauða trýnið strýkur æ,
útundan alltaf hafður:
"Aldrei með ég vera fæ."

Þá rennur framhjá rammvilltur,
ragur jólasveinn:
"Þokan er svo þétt í nótt,
en þitt er trýnið skært og rjótt,
lýstu mér leið til bæja."
Litli Rúdolf kættist þá,
en hreindýrin aldrei aftur
aumingjanum níddust á!

. . . . .

Af trénu Rúdolf ungur át
eintóm kerti rauð,
síðan æ ef brosir blítt
blikar ljós um trýni frítt.
Nú hreinarnir aldrei aftur
allir níðast Rúdolfi´ á,
en óska sér upp til hópa
einnig trýni rauð að fá!

Jólasíða Systu    Jólatextar