Ólafur trételgja

Ólafur trételgja  

Foreldrar hans voru Ingjaldur illráði Önundarson og Gauthildur Algautadóttir.

K: Sölva 

    a) Ingjaldr, 

    b) Hálfdan

Ólafur sonur Ingjalds konungs, þá er hann spurði fráfall föður síns þá fór hann með það lið er honum vildi fylgja því að allur múgur Svía hljóp upp með einu samþykki að rækja ætt Ingjalds konungs og alla hans vini. Ólafur fór fyrst upp á Næríki en er Svíar spurðu til hans þá mátti hann ekki þar vera. Fór hann þá vestur markleiði til ár þeirrar er norðan fellur í Væni og Elfur heitir. Þar dveljast þeir, taka þar að ryðja mörkina og brenna og byggja síðan. Urðu þar brátt stór héruð. Kölluðu þeir það Vermaland. Þar voru góðir landskostir. En er spurðist til Ólafs í Svíþjóð, að hann ryður markir, kölluðu þeir hann trételgju og þótti hæðilegt hans ráð.

Ólafur fékk þeirrar konu er Sölveig hét eða Sölva dóttir Hálfdanar gulltannar vestan af Sóleyjum. Hálfdan var sonur Sölva Sölvarssonar Sölvasonar hins gamla er fyrstur ruddi Sóleyjar. Móðir Ólafs trételgju hét Gauthildur en hennar móðir Ólöf dóttir Ólafs hins skyggna konungs af Næríki. Ólafur og Sölva áttu tvo sonu, Ingjald og Hálfdan. Hálfdan var upp fæddur í Sóleyjum með Sölva móðurbróður sínum. Hann var kallaður Hálfdan hvítbeinn.

Það var mikill mannfjöldi er útlagi fór af Svíþjóð fyrir Ívari konungi. Þeir spurðu að Ólafur trételgja hafði landskosti góða á Vermalandi og dreif þannug til hans svo mikill mannfjöldi að landið fékk eigi borið. Gerðist þar hallæri mikið og sultur. Kenndu þeir það konungi sínum, svo sem Svíar eru vanir að kenna konungi bæði ár og hallæri.

Ólafur konungur var lítill blótmaður. Það líkaði Svíum illa og þótti þaðan mundu standa hallærið. Drógu Svíar þá her saman, gerðu för að Ólafi konungi og tóku hús á honum og brenndu hann inni og gáfu hann Óðni og blétu honum til árs sér. Það var við Væni.

HÁKONAR SAGA HERÐIBREIÐS

 

Óláfr, sonr Ingjalds konungs illráða af Svíaríki, ruddi Vermaland. Hann var kallaðr Óláfr trételgja. Hann var fæddr í Vestra-Gautlandi með þeim manni, er Bófi hét. Saxi hét sonr Bófa, er kallaðr var flettir. Móðir Óláfs var Gauthildr, dóttir Algauta konungs, en hann var sonr Gautreks konungs ins milda, sonar Gauts, er Gautland er við kennt. Álöf var móðir Gauthildar, dóttir Óláfs konungs skyggna, konungs af Næríki.

En þá er Ívarr víðfaðmi hafði lagt undir sik allt Danaveldi ok Svíaríki, þá flýði Óláfr ok mikill fjöldi þeira manna, er útlaga urðu fyrir Ívari konungi. Þeir fara norðr um Væni ok ruddu þar markir ok byggðu þar stór heruð ok kölluðu þat Vermaland, ok kölluðu Svíar því Óláf trételgju, ok var hann þar konungr til elli. Kona hans hét Sölva. Hún var systir Sölva ins gamla (!!!), er fyrstr ruddi Sóleyjar.

Óláfr ok Sölva áttu tvá syni, hét annarr Ingjaldr, en annarr Hálfdan. Ingjaldr var konungr í Vermalandi eptir föður sinn, en Hálfdan var fæddr upp í Sóleyjum með Sölva, móðurbróður sínum. Hann var kallaðr Hálfdan hvítbein. Hann var konungr í Sóleyjum eptir Sölva konung. Hann fékk Ásu, dóttur Eysteins konungs illráða af Heið. Sá Eysteinn lagði undir sik Eynafylki í Þrándheimi ok fekk þeim til konungs þar hund sinn, er Sórr hét; við hann er kenndr Sórshaugr. Þau Hálfdan ok Ása áttu tvá syni, Eystein ok Guðröð. Hálfdan hvítbein eignaðist Raumaríki ok mikit af Heiðmörk. Hann varð sóttdauðr á Þótni, ok var hann fluttr á Heiðmörk ok heygðr þar.

AF  UPPLENDINGA  KONUNGUM

Ættfræðisíða Systu, 2 janúar 2001

Nafnaskrá