Möndlugrautur

Soðinn er venjulegur þykkur hrísgrjónagrautur. Grauturinn er kældur og saman við hann er blandað góðum slatta af þeyttum rjóma og ferskri vanillu. Einni möndlu er síðan vandlega hrært saman við svo ekki sjáist hvert hún fer, en sá sem hana fær á diskinn sinn fær, möndlugjöf. Með þessu er gott er að bera fram heita berjasósu.

Fyrir þá sem ekki kunna að sjóða grjónagraut er hér einföld aðferð: 1,5 bollar grjón sett í pott ásamt 4-5 bollum af vatni og u.þ.b. hálfri tsk. af salti og látið sjóða. Þegar grjónin eru soðin (smakkið þau bara til að vera viss) er mjólk og smá sykri bætt útí, smakkist til.

Jólasíða Systu 30 október 2003, Jólamaturinn

Jólakrækjur